A A A
  • 1981 - Berglind Hrönn Hlynsdóttir
21.08.2015 - 12:07 | Elfar Logi Hannesson,BIB

Gísli Súrsson tvöfaldur í Haukadal

Elfar Logi Hannesson sem Gísli Súrsson.
Elfar Logi Hannesson sem Gísli Súrsson.
« 1 af 3 »

Ekkert lát er á sýningum á verðlaunastykkinu Gísli Súrsson.
Þriðjudaginn 18. ágúst 2015 voru tvær sýningar á leiknum á söguslóðum á Gíslastöðum í Haukadal. Sýningarnar voru fyrir nemendur á íslenskunámskeiði Háskólaseturs Vestfjarða en voru þó báðar leiknar á ensku. Það var einmitt þannig sem enska útgáfa leiksins komst á koppinn þegar við fengum símtal frá forstöðumanni Háskólaseturs Peter Weiss vorið 2005. Síðan þá höfum við sýnt fjölda sýninga á ensku fyrir nemendur Háskólaseturs Vestfjarða. Það á að geta þess sem vel er gert og víst má hrósa Háskólasetri Vestfjarða sem hefur sannarlega gert frábæra hluti á Vestfjörðum. 

Fjölmargar sýningar eru fyrirhugaðar á Gísla Súra á leikárinu 2015 - 2016.

Í september verður leikurinn sýndur ásamt öðrum Íslendingasagnaleik, Gretti, á Lamb inn í Öngulstaðahreppi. Ekki nóg með það heldur verður Kómedíufrúin einnig með myndlistarsýningu á sama stað þar sem hún sýnir rómaða myndröð sína byggða á flygum setningum úr Gísla sögu. Sýningarnar á Lamb inn í Öngulstaðahreppi verða föstudaginn 18. og laugardaginn 19. september komandi.

Miðasala er löngu hafin. 

 

Elfar Logi Hannesson.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30