A A A
  • 1902 - fæddist Halldór Laxness
  • 1950 - Ólafía Sigurjónsdóttir
  • 1965 - Kristbjörg Bjarnadóttir
  • 1989 - Harpa Sjöfn Friðfinnsdóttir
  • 1990 - Snorri Karl Birgisson
  • 1998 - Magnús Freyr Jónasson
10.09.2017 - 09:15 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Gerður G. Bjarklind 75 ára í dag - Að vestan og var í sveit í Haukadalnum í Dýrafirði

Gerður G. Bjarklind.
Gerður G. Bjarklind.
Gerður fæddist í Reykjavík 10. september 1942 og ólst þar upp í Vesturbænum, auk þess sem hún var í sveit á sumrin hjá frændfólki sínu í Höll í Haukadal í Dýrafirði frá sjö til tólf ára aldurs.
 

Gerður lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1959, stundaði leiklistarnám í tvö ár, stundaði enskunám í Englandi 1964-65 og stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík í nokkur ár.


Hjá Ríkisútvarpinu frá 1961


Gerður hóf störf hjá Hamri 1959, vann hjá Samvinnutryggingum 1960-61 en hóf þá um haustið störf við Ríkisútvarpið og vann þar síðan fram að síðustu áramótum, fyrst á auglýsingadeild 1961-74 en var síðan útvarpsþulur og hafði auk þess umsjón með þættinum Óskastundin frá 1997 og fram að síðustu áramótum.

Gerður hafði umsjón með þættinum Lög unga fólksins 1963-71. Hún lék smáhlutverk í leikritinu Hart í bak er hún var í leiklistarnámi og söng og starfaði með söngsveitinni Fílharmóníu 1965-90, auk þess sem hún sat oft í stjórn sveitarinnar fyrstu árin.


Í Bjarkargerði í Grímsnesi


Þau hjónin eignuðust sumarbústað í landi Minni-Borgar í Grímsnesi árið 1989:

„Við köllum hann Bjarkargerði sem minnir á nöfn okkar beggja. Þar hófum við snemma trjárækt sem okkur þótti ganga nokkuð hægt fyrstu árin. Manni fannst þessar plöntur ósköp ræfilslegar og umkomulausar til að byrja með. En síðan tóku þær heldur betur við sér og nú þar kominn myndarlegur skógur sem hefur fyrir löngu vaxið okkur yfir höfuð.

Þarna er okkar paradís. Við erum þarna mjög mikið á sumrin og skreppum einnig oft yfir vetrartímann því það er svo upplagt að fara í skemmtilega göngutúra frá bústaðnum.

Eftir nýárið förum við gjarnan til Spánar. Við förum þá yfirleitt í janúar eða febrúar og erum fram að páskum. Þetta styttir sumarið og lengir vorið. Auk þess göngum við mikið á Spáni.

Ég hef yfirleitt verið mikið fyrir göngutúra en hef verið svolítið löt að undanförnu. En nú verður hins vegar tekið á því og gengið á hverjum degi.

Svo er maður alltaf að lesa eitthvað. Við höfum verið í Rússlandi að undanförnu svo ég hef verið að lesa heilmikið um Rússland. Maður er alltat að reyna að læra eitthvað nýtt.

Ég held að hreyfing og nám sé lykillinn að því að eldast vel."


Foreldrar Gerðar voru Guðmundur Sigurðsson, f. 13.11. 1902, d. 21.9. 1974, lengi fulltrúi hjá gjaldeyrisnefnd og síðar bókari hjá Útvegsbanka Íslands, og k.h., Helga Kristjánsdóttir frá Flateyri, f. 19.3. 1903, d. 22.6. 1982, húsmóðir. Foreldrar Helgu voru Kristján Ásgeirsson faktor í Ásgeirsverslun á Flateyri og Þorgbörg Guðmundsdóttir úr Haukadal en faðir hennar var Guðmundur Eggertsson bóndi að Höll í Haukadal, Dýrafirði. 

Gerður giftist 12.11. 1966 Sveini Aroni Bjarklind, f. 16.4. 1935, fyrrv. yfirsímritara i Gufunesi hjá Pósti og síma. Hann er sonur Jóns Bjarklind, skrifstofustjóra hjá Iðntæknistofnun.

Morgunblaðið.


« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30