A A A
  • 1922 - Gunnlaugur Sigurjónsson
  • 1974 - Þorleifur Kristján Sigurvinsson
  • 1980 - Var Jhon Lennon myrtur í New York
29.06.2015 - 15:17 | bb.is,BIB

Geena Davis á Þingeyri

Geena Davis
Geena Davis
« 1 af 2 »
Jón Sigurðsson hljóðfærasmiður á og rekur Hljóðfærasafnið á Þingeyri. Safnið var áður heima hjá Jóni en hefur verið flutt í annað húsnæði. Á safninu má sjá hljóðfæri smíðuð af Jóni ásamt þjóðlagahljóðfærum frá ýmsum löndum. „Ég hef líklega smíðað um helming hjóðfæranna hér“ segir Jón. Stöðug aukning er í komum gesta á safnið. Í vikunni mætti þar bandaríska leikkonan Geena Davis ásamt syni sínum og fylgdarliði en hún var stödd hérlendis vegna ráðstefnunnar Inspirally WE2015 sem haldin var í Hörpu. 

Jón hóf að smíða hljóðfæri árið 2003, þegar hann fékk beiðni um að smíða langspil fyrir eistneskan tónlistarkennara sem var um skeið á Þingeyri. Síðan hefur hljóðfærasmíðin undið upp á sig. Í dag smíðar Jón hljóðfæri nær eingöngu eftir pöntun. „Það eru aðallega langspilin sem ég er að selja og fara þau mest megnis erlendis.“ Jón segir að langspilið og íslenska fiðlan séu einu séríslensku hljóðfærin. „Langspilin eins og þau líta út hér eru séríslensk og íslenska fiðlan er mjög sérstök með sínum tveimur strengjum og þekkist held ég hvergi annars staðar og hefur væntanlega verið smíðuð úr rekaviði hér áður fyrr. Ég hef ekki selt margar fiðlur en þó eitthvað,“ segir Jón. 

Að sögn Jóns eru helstu viðskiptavinir hans safnarar og áhugafólk um þjóðlagatónlist alls staðar úr heiminum. Jón Sigurðsson hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tónlist og hefur starfað með ýmsum hljómsveitum frá 15 ára aldri. Jón lætur sér ekki nægja að smíða sín eigin hljóðfæri, hann spilar líka á þau og hefur ásamt konu sinni, Rakel Brynjólfsdóttur, komið fram opinberlega og þau sungið og spilað þjóðlög að fornum sið. 

Hægt er að sjá hljóðfæri sem Jón Sigurðsson hefur smíðað á heimasíðu hans. 
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31