A A A
  • 1957 - Sólborg Þorgerður Þorláksdóttir
  • 1979 - Þórhildur Björk Sigurðardóttir
  • 1984 - Sigurður Rúnar Ragnarsson
  • 2004 - Eva Katrín Larsdóttir
13.01.2013 - 14:37 | JÓH

Gamla smiðjan á Þingeyri 100 ára

Úr smiðjunni. Mynd: Davíð Davíðsson
Úr smiðjunni. Mynd: Davíð Davíðsson
Elsta starfandi vélsmiðja landsins er 100 ára í dag. Á vef vélsmiðjunnar er hægt að skoða myndir og lesa sögu fyrirtækisins en þar stendur meðal annars: „Þann 13 janúar árið 1913 stofnaði Guðmundur J. Sigurðsson ásamt Gramsverslun, Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar & Co. hf. og var einn af frumkvöðlum alhliða smiðjureksturs á Íslandi. Undir stjórn Guðmundar og síðar Matthíasar, sonar hans, átti smiðjan eftir að verða landsþekkt fyrir vandaða og góða þjónustu". Vélsmiðjan er nú sjálfseignarstofnun en umsjónarmaður hennar, Kristján Gunnarsson frá Hofi, hóf nám í smiðjunni árið 1962 og vinnur þar enn með upprunalegum vélum og búnaði. Það má segja að smiðjan sé einnig lifandi safn því áhugasamir geta fylgst með störfum í smiðjunni ásamt því að skoða vélar og tæki sem notuð voru við stofnun hennar. Að sögn Kristjáns verður haldið upp á afmæli smiðjunnar í sumar en sú dagskrá verður auglýst nánar þegar nær dregur.
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31