A A A
   Þegar myndin var tekin, 19. sept. 2004, var Magnús í Tungu að sýna okkur hluta af sínum mörgu handtökum á Tálknafirði. Hann sagðist hafa lagt höfuðáherslu að gera allt sjálfur sem hann gat. Verkin sýna merkin.  Hann er til vinstri á myndinni, Elli til hægri. Ljósm. H. S.
Þegar myndin var tekin, 19. sept. 2004, var Magnús í Tungu að sýna okkur hluta af sínum mörgu handtökum á Tálknafirði. Hann sagðist hafa lagt höfuðáherslu að gera allt sjálfur sem hann gat. Verkin sýna merkin. Hann er til vinstri á myndinni, Elli til hægri. Ljósm. H. S.

„Magnús á að baki einstæðan feril sem skipstjóri, útvegsmaður, fiskverkandi og fiskeldisbóndi. Hann hóf sinn sjómannsferil níu ára gamall á skektunni Gyðu og fiskaði þá fyrir heimili foreldra sinna á Tálknafirði. Hann var skráður háseti í fyrsta sinn tólf ára gamall á vélbátinn Gylli BA-272. Árið 1947 tekur hann við skipstjórn þessa báts þá aðeins sautján ára. Hann stofnar fyrst til útgerðar árið 1954 um bátinn Freyju B.A-272.

   Eldri sjómenn hér við Djúp muna þátt Magnúsar í síldarævintýri Íslendinga. Sumarið 1964 er hann skipstjóri á Jörundi III RE-300 á síld. Á þeirri vertíð landar hann stærsta farmi sem saltaður hefur verið upp úr einu skipi 1550 uppsöltuðum tunnum eða 2800 uppmældum tunnum. Það voru níutíu vaskar síldarstúlkur sem söltuðu þennan afla á sautján klukkustundum á síldarplaninu Borgum á Raufarhöfn.“ (Svo skrifar Ólafur B. Halldórsson um Magnús í Tungu í Tálknafirði á bb.is 18. júní 2004)

 

Elís Kjaran var landsþekktur brautryðjandi í torsóttri vegagerð  á Vestfjörðum. Hann var sérstakur léttleikamaður sem margir minnast með ánægju. Hann var einnig þekktur sem vísnasmiður. Vestfirska forlagið gaf út kvæðabók hans árið 2002 og nefnist hún Nokkur kvæði og kitlandi vísur að vestan. Vísur hans urðu mjög oft til uppi á reginfjöllum  þar sem hann var staddur á jarðýtu sinni ellegar hangandi utan í einhverjum hamrabjörgum Vestfjarða. Lífsgleði og húmor einkenna þessi vestfirsku kvæði.

Eða eins og hann sagði sjálfur:

                                                Elli Kjaran er og verður
                                                alla daga hress.
                                                Hann er svona af Guði gerður
                                                gæta skaltu þess.

Elli sagði að engin kona hefði reynst sér eins vel í sínu ýtuveseni og Guðrún Steinþórsdóttir á Hrafnseyri. Átti það bæði við um mat og drykk og allt atlæti. Enda sat hann með hana litla snót og bíaði, 12-13 ára guttinn þegar hann gekk í farskólann á Brekku í Dýrafirði um 1940

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31