Gamla myndin: - Sigurjón á Lokinhömrum viđ orgeliđ í Hrafnseyrarkapellu
Ómar Ragnarsson ræddi á sínum tíma við Sigurjón G. Jónasson, sauðfjárbónda á Lokinhömrum í Arnarfirði í Stikluþáttum sínum. Kom þar margt fram um líf bóndans á stað sem ekki er í alfaraleið. Meðal annars sagði Sigurjón Ómari, að ef örlög sín hefðu ekki verið bundin sauðkindinni, hefði hann sennilega lagt fyrir sig tónlist. Kom mörgum á óvart.
Þess er að minnast, að til var handsnúinn grammófónn á Lokinhömrum. Það var nú ekkki alltaf verið að spila á hann. En á sunnudögum eftir útvarpsmessuna var grammófónninn tekinn fram. Draumur fangans með Erlu Þorsteinsdóttur var uppáhaldsplatan, alla vega á tímabili. Oft spiluð. Og fleiri 78 snúninga grammófónplötur voru til á bænum: Alfreð Clausen, Haukur Morthens, Ragnar Bjarnason og slíkir höfðingjar ásamt söngdívum nokkrum.