A A A
  • 1963 - Guđrún Hafdís Bjarnadóttir
12.02.2017 - 10:29 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson

Gamla myndin: - Margur er knár ţótt hann sé smár!

 Elís Kjaran og Guđrún Steinţórsdóttir á Hrafnseyri fyrir framan ţann kanadíska. Ljósm.: H.S.
Elís Kjaran og Guđrún Steinţórsdóttir á Hrafnseyri fyrir framan ţann kanadíska. Ljósm.: H.S.

Sú var tíðin að kanadískur snjóbill af gerðinni Bombardier ók hér um fjöll og firnindi í Vestfirsku Ölpunum að vetrarlagi. Stóð fátt fyrir honum og mátti um hann segja að margur er knár þótt hann sé smár. Farartæki þetta tók tvo farþega, auk bílstjóra. Var hann í eigu þeirra Hrafnseyrarhjóna sem þá voru. Fór hann margar ferðir á milli Þingeyrar og Hrafnseyrar og var í alls konar öðru snatti í mörg ár.

   Á myndinnin, sem tekin var 17. apríl 1988, eru þau Elís Kjaran og Guðrún Steinþórsdóttir á Hrafnseyri fyrir framan þann kanadíska. Elli okkar fór margar ferðir á Bomba litla sem við kölluðum. Sá kunni nú heldur betur við sig þar undir stýri. Sama mátti segja um frúna. Hún var liðtækur snjóbílstjóri, enda með gamla meiraprófið! Mikið viðhald var á gömlu snjóbílunum og er kannski enn á þeim nýrri.

Bombi litli endaði hjá Val Richter á Ísafirði og kunnum við ekki meira af honum að segja.


« Mars »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31