A A A
  • 1922 - Gunnlaugur Sigurjónsson
  • 1974 - Þorleifur Kristján Sigurvinsson
  • 1980 - Var Jhon Lennon myrtur í New York
27.02.2016 - 20:25 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Gamla myndin: - Knútur Bjarnason staddur við Svalvogahamar

Knútur Bjarnason staddur við Svalvogahamar. Ljósm.: H.S.
Knútur Bjarnason staddur við Svalvogahamar. Ljósm.: H.S.

Knútur Bjarnason, bóndi á Kirkjubóli, staddur við Svalvogahamar í Svalvogum í Dýrafirði. Knútur var einn af þeim mönnum sem var sálarbætandi að hitta og tala við.  Hann setti sinn glaðlega og fasta svip á menningarheimilið á Kirkjubóli. Hann var félagslyndur maður, glaður og reifur, fylgdist gjörla með náunganum og kunni vel að segja frá. Húmor og léttleiki einkenndu hann alla tíð. Og ekki hentaði það honum að tala öðruvísi en vel um náungann og er slíkt hygginna manna háttur.

   Það er merkilegt með þessa kalla, marga bændurna og  og sjómennina. Það kemur þeim yfirleitt fátt á óvart. Þeir eru samgrónir landinu og sjónum á sinn hátt og vita einhvern veginn alltaf hvernig á að bregðast við ýmsum uppákomum. Þess vegna eru þeir salt jarðar. En ef saltið dofnar, með hverju á þá að selta það? 

   Enn sjást í fjörunni síðustu leifarnar úr breska togaranum Langanesi, sem strandaði við Hamarinn 8. febrúar 1935. Það er mesta sjóslys sem vitað er um í Dýrafirði.

(Sjá frásögn Guðmundar Friðgeirs Magnússonar í Mannlífi og sögu, 2. hefti) Ljósm. H. S.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31