A A A
  • 1922 - Guðmundur Magnússon
  • 1942 - Sigurður Jónsson
21.07.2017 - 08:17 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Gamla fréttin: - Á förnum vegi að morgni dags

Miðbæjardrengirnir Sigurður Þ. Gunnarsson til vinstri og Guðberg Kristján Gunnarsson til hægri. Ljósm.: H. S.
Miðbæjardrengirnir Sigurður Þ. Gunnarsson til vinstri og Guðberg Kristján Gunnarsson til hægri. Ljósm.: H. S.

Við smelltum þessari líflegu mynd af þeim Miðbæjarbræðrum, Sigurði Þ. Gunnarssyni og Guðbergi Kristjáni Gunnarssyni, eftir að þeir voru búnir að „redda“ deginum í Þingeyrarsundlaug. Þar eru þeir meðlimir í hinum ágæta morgunklúbbi, sem er eiginlega að verða landsfrægur eða þannig.

Þeir bræður eru traustir menn og áreiðanlegir, líkt og þau Miðbæjarsystkin önnur úr Haukadal. Engir oflátar eða flysjungar líkt og segir í fornum texta. Þeir eru með háskólagráðu úr Skóla lífsins, en það er nokkuð notagóður skóli sem kunnugt er, þó ekki sé hann gjaldgengur til námslána.

Siggi Þói var rafmagnsmaður megnið af starfsævi sinni. Þegar allt var í hers höndum í rafmagnsmálunum hjá okkur fyrir nokkrum árum hittust tvær húsfreyjur. Önnur þeirra tók svo til orða: Ég kvíði mest fyrir ef rafmagnið skyldi fara hjá okkur á morgun. Sagði þá hin: Það verður allt í lagi. Siggi Þói er á vakt! Segir sína sögu. Siggi Þói hreppstjóri heldur enn þeim titli hjá okkur sumum, þó löngu sé hann hættur sem slíkur. Það var nefnilega mikil eftirsjá að þeim embættum og stór spurning hvort ekki ætti hreinlega að endurreisa þau.

Stjáni hefur verið fjárbóndi í Haukadal stóran hluta ævinnar. Hann þekkir og skilur sauðkindina út og inn. Má segja að hann sé nokkurs konar arftaki hinna gömlu og góðu sauðfjárbænda, eins og Sigurjóns í Lokinhömrum og þeirra systkina Guðmundar og Sigríðar á Hrafnabjörgum. Eða Hákonar á Borg. Ekki í kot vísað. Hann á manna vænst fé hér fyrir vestan.


Þingeyrarvefurinn 18. ágúst 2015.


 

 

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31