A A A
  • 1933 - Hulda Friđbertsdóttir
  • 1964 - Ingi Jón Jóhannesson
  • 1966 - Róbert Daníel Kristjánsson
09.10.2012 - 07:15 | bb.is

Gámasvćđiđ verđur á Söndum

Séđ út Dýrafjörđ.  Ljósm.: Davíđ Davíđsson.
Séđ út Dýrafjörđ. Ljósm.: Davíđ Davíđsson.
Umhverfisnefnd Ísafjaðrarbæjar hefur lagt til við bæjarstjórn að nýtt deiliskipulag fyrir Þingeyri verði tekið til endurskoðunar á grundvelli athugasemda bæjarbúa.

Íbúasamtökin Átak á Þingeyri skoruðu á bæjarstjórn að endurskoða staðsetningu gámasvæðisins innan deiliskipulagsins, sem hugað var að staðsetja í miðju bæjarins. Þess í stað er ákveðið að gámasvæðið verði á Söndum. Þetta var ákveðið á fundi umhverfisnefndar í síðustu viku.

 
 Í svari umhverfisnefndar við erindi íbúasamtakanna er bent á að með þrengingu á Fjarðargötu á Þingeyri hefði verið hægt að hægja á umferð og færa þungaumferð niður á hafnarsvæðið. Nefndin benti á að lóðin Fjarðargata 6 sé einungis 130 fm og því mjög erfitt að koma byggingarreit fyrir á lóðinni. 

Á íbúafundi með Dýrfirðingum fyrr á árinu var sérstaklega rætt um flutning á Gramsverslun, en deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir færslu á húsinu í samræmi við niðurstöðu fundarins. Tekið er fram í svari umhverfisnefndar til eins aðilans sem gerði athugasemd við deiliskipulagið að nefndin væri almennt mótfallin færslu gamalla húsa en í þessu tilfelli er það talin eina raunhæfa leiðin. Umhverfisnefnd hefur hins vegar lagt til við bæjarstjórn að á grundvelli athugasemda bæjarbúa við flutning verslunarinnar verði deiliskipulagið aftur tekið til endurskoðunar.

Auglýsinga- og athugasemdafrestur vegna deiliskipulagsins á Þingeyri er liðinn, en alls bárust fimm athugasemdir og hafa þrjár þeirra verið teknar fyrir. Ekki náðist í umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar eða sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs við vinnslu fréttarinnar. 
« Maí »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31