31.10.2017 - 20:01 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason
Fyrir ári - 31. okt. 2016 - Kosningarnar: - Kæmi ekki á óvart þó myndun nýrrar ríkisstjórnar dragist til áramóta, segir Þórður J. Sigurðsson útvegsbóndi á Þingeyri
-Hvernig líst þér á úrslit alþingiskosninganna?
-Nú veit ég eiginlega ekki hvað ég á að segja.
-Hvers konar ríkisstjórn heldur þú að taki við?
-Ég held það verði þriggja flokka stjórn. Íhaldið, Viðreisn og annaðhvort Björt framtíð eða Samfylking.
-Tekur þetta langan tíma heldurðu?
-Mér kæmi ekki á óvart þó þeir verði ekki búnir að mynda nýja ríkisstjórn fyrir áramót. Þá vísa ég til ástandsins sem oft er á Spáni, Ítalíu og Grikklandi. Það er margt líkt með ástandinu sem oft er þar og er hjá okkur núna.