A A A
25.08.2017 - 06:47 | Vestfirska forlagið,Sigurður Jónsson,Hallgrímur Sveinsson,Blaðið Reykjanes,Björn Ingi Bjarnason

Fylgi Flokks fólksins á fleygiferð upp

Sigurður Jónsson, ritstjóri. Blaðið Reykjanes - leiðari.
Sigurður Jónsson, ritstjóri. Blaðið Reykjanes - leiðari.
Í síðustu skoðunakönnunum hefur það birst okkur að Flokkur fólksins er að bæta verulegu fylgi við sig. Takist flokknum áfram að ná eyrum kjósenda er örugg að hér mun koma nýtt afl í sali Al- þingis. Nú segja menn þetta eru nú bara skoðunakannanir en ekki alvöru kosningar og því getum við í hinum flokkunum verið alveg róleg. Þetta mun breytast. Þau ná aldrei þessu fylgi. En er það svo? Geta gömlu flokkarnir verið alveg vissir um að halda í sína kjósendur.

Inga Sæland er mjög öflugur talsmaður Flokks fólksins og setur sitt mál fram með rökum og bendir á marga hluti sem eru alls ekki nógu góðir. Það er sárt fyrir margt fólk,sem hefur eingöngu lágmarkslaun eða rétt þar fyrir ofan að horfa á allt óréttlætið í kringum sig.

Kjör margra eldri borgara eru mjög erfið. Margir sem hafa verið á vinnumarkaði yfir 40 ár fá skammarlega lágar greiðslur frá Lífeyrissjóði sínum. Svo er fólki refsað ætli að að vinna sér inn örfáar krónur á mánuði.

Margir eldri borgarar og þeir sem voru á lægstu launum héldu að það væri stórt og mikið skref í réttlætisátt þegar Samfylkingin og Vinstri græn náðu hreinum meirihluta árið 2009. Þessi hreinræktaða vinstri stjórn var felld svo hressilega í kosningunum 2013 að það varð Evrópumet í fylgishruni eftir að hafa setið í ríkisstjórn. Auðvitað sátu þau við völd á erfiðum tímum og þurftu að beita niðurskurði víða.

En forgangsröðin var furðuleg. Eldri borgarar fengu svo sannarlega að finna hressilega fyrir þeim niðurskurði,margir alveg inn að beini. Það hefur ekki tekist að vinna til baka allar þessar skerðingar.

Það þarf því ekki að koma á óvart að eldri borgarar yfirgefi Samfylkinguna og Vinstri græn í stórum stíl Þeim dettur ekki í hug að styðja Samfylkingu og Vinstri græn vitandi um þeirra stjórunarhætti.

Sjálfstæðisflokkurinn átti alltaf mikið fylgi meðal eldri borgara.
Sú var tíðin að Sjálfstæðisflokkurinn gat treyst á það að eiga öruggt fylgi meðal eldri borgara landsins. Nú hefur orðið breyting á. Ætli Sjálfstæðisflokkurinn ekki að bretta upp ermar og sinna af alvöru málefnum eldri borgara á næstunni má gera ráð fyrir að fylgið hrynji meðal eldri borgara landsins.

Það getur ekki verið í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins að refsa fólki fyrir að vilja leggja hluta af launum sínum gegnum tíðina til að eiga til ráðstöfunar þegar kemur að því að starfsævinni lýkur. Það getur ekki verið í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins að refsa eldra fólki sem vill vinna sér inn tekjur með því að fólk missi 73 af hverjum 100 í skerðingar og skatta.

Mörg sveitarfélög veita afslætti af fasteignagjöldum vilji fólk búa í sínu eigin húsnæði sem lengst. Þetta getur skipt miklu máli,en auðvitað ættu svitarfélögin að fara leið Vestmannaeyinga og fella niður fasteingaskatta hjá þeim eldri borgurum sem náð hafa 70 ára aldri.

Tíminn líður hratt og eldri borgarar eru stór hópur kjósenda. Sjálfstæðisflokkurinn verður að átta sig á þeim breytingum sem hafa orðið meðal kjósenda. Fólk er ekki lengur bundið einum flokki alla sína ævi. Ungu fólki finnst ekkert athugavert að kjósa annan stjórnmálaflokk heldur en gert var síðast.

Þessi þróun er í auknum mæli einnig að færast yfir til eldri borgara. Margir þola ekki lengur það óréttlæti sem viðgengst í þjóðfélaginu. Þess vegna er jarðvegur fyrir málflutning Flokks fólksins.

Ég vil trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn, sem alla tíð hefur átt mest fylgi meðal eldri borgara átti sig á alvarleika stöðunnar. Sjálfstæðisflokkurinn er í forystu ríkisstjórnar og hefur enn möguleika á að rétta sinn hlut með því að hlusta á málflutning eldri borgara og breyta eftir því.

Blaðið Reykjanes - leiðari
Sigurður Jónsson, ritstjóri.


« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30