A A A
  • 1979 - Björgvin Helgi Brynjarsson
10.06.2015 - 13:15 | BIB,skutull.is

Friðlandið á Hornströndum 40 ára

Hornbjarg.
Hornbjarg.
Afmælisdagskrá í tilefni af því að friðlandið á Hornströndum var sett á fót fyrir 40 árum, verður haldin í Edinborgarhúsinu á Ísafirði föstudaginn 12. júní klukkan 10-13.  Umhverfisstofnun í samvinnu við Landeigendafélag Sléttu- og Grunnavíkurhrepps, Ísafjarðarbæ og hagsmunaaðila stendur fyrir opnu málþingi í tilefni þessara tímamóta. Á málþinginu verða haldin fjölmörg erindi um náttúru og þróun friðlandsins, sögu þess og framtíð. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Dagskrá málþingsins:

Kl. 10:00. Afmælisfundur settur. Fundarstjóri Jón Smári Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, umsjónarmaður friðlandsins á Hornströndum.

10:05. Ávarp. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.

10:15. Ávarp. Þróun friðlýsingarskilmála: Guðríður Þorvarðardóttir, sérfræðingur hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

10:25. Friðlandið á Hornströndum, staða og flokkun: Jón Björnsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun
10:35. Refir á Hornströndum: Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur.

10:55. Lífríki friðlandsins, rannsóknir innan friðlandsins á Hornströndum: Böðvar Þórisson, líffræðingur.
11:15. Kaffi og kleinur.

11:45. Náttúruferðamennska í friðlandinu á Hornströndum: Sigurður Jónsson, Aurora Arktika.

12:00. Væntingar heimamanna til friðlandsins á Hornströndum: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

12:15. Landeigandi í friðlandi: Ingvi Stígsson, fulltrúi Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps.
12:30. Minningar frá lífinu í friðlandinu: Matthildur G. Guðmundsdóttir, Látrum Aðalvík.

12:45. Umræður.

Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á málþingið með því senda erindi á jon.jonsson@umhverfisstofnun.is

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31