A A A
  • 1981 - Berglind Hrönn Hlynsdóttir
Snjóalög á Hrafnseyrarheiði um þetta leyti í fyrra. Þau mega heita svipuð í dag. Ljósm.: H. S.
Snjóalög á Hrafnseyrarheiði um þetta leyti í fyrra. Þau mega heita svipuð í dag. Ljósm.: H. S.

1. Sagt var frá því í fréttum um daginn, að settur verði upp veitingastaður (sumir kalla það pöbb) á Rauðsstöðum þegar mennirnir koma í göngin. Það mál er nú í grenndarkynningu. Hjónin Án Rauðfeldur og frú Grelöð á Eyri munu sjá um reksturinn. En félagið Grímur á Eyrinni og co ehf verður rekstraraðili.

2. Siggji Friggji er kominn á nýjan bíl. Hann er jafn gamall kappakstursbílnum forstjórans hjá Forlaginu. Segi ekki meir.

3. Það er ekkert að frétta úr blokkinni.

4. Þetta var alveg satt sem var á Þingeyrarvefnum 1. apríl með gullið í Tjaldanesfellinu. Ekki lýgur Mogginn!

5. Mýrahjón eru komin heim úr sólinni. Alveg kolbrún! Og Sandra er líka komin. Þeim var fagnað með gífurlegu lófataki í sundlauginni.

6. Talandi um sundlaug. Nú standa þar yfir kvikmyndatökur. Sá sem er bak við kameruna er hinn þekkti kvikmyndaframleiðandi og tökumaður Jón Karl Helgason. Hann ku vera alveg gáttaður á þessu liði hjá henni Tobbu. Segi ekki meir og nefni engin nöfn.

7. Leiklistarborgin Þingeyri er nú komin í heimsfréttirnar. Þar er nú leikið og leikið og leikið dag eftir dag. Dýrin og Gísli. Og Elfar Logi. Sá maður mun verða settur í sögubækur. Það er ekki spurning.

8. Gárungarnir segja að nú séu skrifin hjá þríburunum um bankamálin að bera árangur. Það var nú hald sumra að það tæki nú enginn mark á þeim. En sjáiði bara Landsbankann og Blábankann! Væntanlega þjónustustofnun fyrir íbúana. Vonandi eitthvað sem vit er í. Landsbankinn leggur þar drjúga hönd á plóg. Landsbyggðar-og samfélagsbanki eins og spekingarnir voru að tala um. Kannski að yfirtaka hlutverk sparisjóðanna, að byggja upp innviðina innanfrá?

9. Dúddi er enn uppi á landi. Skipshöfnin er þó klár í bátana. Bíður bara eftir að kallinn ræsi út.


« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30