A A A
  • 1951 - Friđfinnur S Sigurđsson
  • 1973 - Atli Már Jóhannesson
  • 1976 - Kristján Rafn Guđmundsson
  • 1979 - Jón Ţorsteinn Sigurđsson
  • 1988 - Arnţór Ingi Hlynsson
16.09.2015 - 17:16 | Hallgrímur Sveinsson

Frétt dagsins: - Ísland er einstćđur listasalur náttúrunnar

Einn lítill foss í Galtardal í Dýrafirđi. Táknrćnn á sinn hátt um íslenska náttúru. Ljósm.: H. S.
Einn lítill foss í Galtardal í Dýrafirđi. Táknrćnn á sinn hátt um íslenska náttúru. Ljósm.: H. S.

Erlendir sýningargestir ættu að greiða aðgangseyri

Nokkrir Vestfirðingar eru með tillögur í smíðum um samræmdar aðgerðir við móttöku erlendra ferðamanna til landsins. Í þeim segir meðal annars:

   „Ábyrgð okkar Íslendinga er mikil að varðveita landið sem við höfum að láni. Það er borðleggjandi að Ísland á sér enga hliðstæðu í víðri veröld. Og það er mikil áhætta að hleypa útlendingum milljónum saman meira og minna eftirlitslaust hér inn í okkar stóra og mikla listasal náttúrunnar. Við verðum að stýra þeim af festu ef ekki á illa að fara. En það þarf uppbyggingu af ýmsu tagi um land allt. Stjórnvöld verða að innheimta aðgangseyri að salnum til að standa undir henni. Tíu þúsund krónur á hvern einasta erlenda ferðamann sem kemur gagngert til að njóta og skoða landið okkar er lágmark. Og þá upphæð munu all flestir erlendir feðalangar greiða með ánægju við komuna til landsins. Þeir munu skilja að við þurfum uppbyggingu og eftirlit. Upphæðina má svo hækka ef þörf krefur.“

Og ennfremur:

   „Á Keflavíkurflugvelli sýnist vera fullt af ónotuðu húsnæði. Það þarf að gera hluta af þessum húsum aðlaðandi. Nota þau svo til að halda 2-3 klst. skyldunámskeið fyrir túrista sem til landsins koma í fyrsta sinn. Sem sagt: Beint úr flugvélinni á námskeið um Ísland! Þar færi fram fræðsla um sögu landsins og leiðbeiningar um hvernig túristarnir ættu að haga sér meðan á dvöl þeirra stendur. Hvað væri leyfilegt og hvað ekki. Enginn yrði fegnari en þeir. Láta þá svo borga aðgöngumiðann að listasalnum Íslandi kontant. Hér yrði um háar fjárhæðir að ræða, tugir milljarða, enda veitir ekki af. Börn upp að ákveðnum aldri í fylgd foreldra yrðu gjaldfrjáls ásamt væntanlega farþegum skemmtiferðaskipa. Þá þyrfti að hafa  sams konar fyrirkomulag á Seyðisfirði og hér hefur verið nefnt.“

  
Nánar verður sagt frá þessum tillögum síðar.

« Maí »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31