A A A
  • 1926 - Ingibjörg Finnbogadóttir
  • 1967 - Kristján Ţ Ástvaldsson
21.08.2015 - 14:32 | Hallgrímur Sveinsson

Frétt dagsins: - Huldukona sást á Brekkuhálsi í Dýrafirđi!

Ţađ var víst á ţessum slóđum sem umrćdd glćsilega svartklćdda kona sást um daginn. Ljósm.: H. S.
Ţađ var víst á ţessum slóđum sem umrćdd glćsilega svartklćdda kona sást um daginn. Ljósm.: H. S.

Sú saga fer nú sem eldur í sinu um allan Dýrafjörð og þó víðar væri leitað, að maður nokkur hafi séð huldukonu um daginn á Brekkuhálsi. Var hann á leið í kaupstað til Þingeyrar þegar hann mætti þessari stórglæsilegu konu.

Þó manninum brygði nokkuð, gat hann gefið eftirfarandi lýsingu á huldukonunni:

   „Hún var svartklædd frá hvirfli til ylja, í stockings, sem heitir svo á erlendu máli og hafði yfir sér herðaskjól eða slá sem flaksaðist í vindinum, enda gekk konan hvatlega.Ljóshærð með hárið óbundið. Hrundi það niður á herðar og þaðan niður á mitti, eða svipað og hárið Hallgerðar forðum. Gullin linda hafði hún um sig miðja. Einhvers konar töfrastaf hafði hún í hendi.“ 

   Þessi uppákoma minnir nokkuð á þá tíma er bláklædda konan, sem svo var kölluð, gekk um garða í Fellasókn sællar minningar. Nú er það bara spurningin hvort fleiri hafi orðið varir við huldukonuna á Brekkuhálsi en umræddur maður, sem ekki vill láta nafns síns getið að sinni. Þeir sem ekki trúa umræddri sögu, sem eru ábyggilega margir, ættu að fletta upp í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Þar og víðar eru tugir slíkra sagna af ýmsu tagi. 


Hallgrímur Sveinsson.

« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31