A A A
  • 1929 - Jˇnas Ëlafsson
13.03.2009 - 01:06 | bb.is

FramkvŠmdir vi­ Salth˙si­ a­ hefjast

Myndin er tekin ß Ůingeyri um 1880. Stˇra h˙si­, ■ar sem fßninn blaktir, er verslunarh˙s sem kaupma­urinn N. Chr. Gram lÚt reisa og stendur enn. Lengst til vinstri er gamla beykish˙si­ og pakkh˙si­
Myndin er tekin ß Ůingeyri um 1880. Stˇra h˙si­, ■ar sem fßninn blaktir, er verslunarh˙s sem kaupma­urinn N. Chr. Gram lÚt reisa og stendur enn. Lengst til vinstri er gamla beykish˙si­ og pakkh˙si­
Framkvæmdir við Salthúsið á Þingeyri hefjast eftir helgi á vegum G.Ó.K. húsasmíði ehf. Jón Steinar Guðmundsson, annar eigenda G.Ó.K., segir fyrirtækið hafa unnið við endurbætur á húsinu síðastliðin 10 ár. „Við erum búnir að vinna að þessu verki í tíu ár með hléum, mislöngum, og við munum fylgja þessu verki í höfn með sumrinu," segir Jón Steinar sem segir mikla sérfræðikunnáttu nauðsynlega til að vinna að svo gömlu húsi. „Það á eftir að smíða þakið og raða húsinu saman," segir Jón Steinar. Salthúsið var reist á 18. öld. Sagan segir að húsið sé jafn gamla pakkhúsinu á Hófsósi, þar sem Vesturfarasetrið er til húsa þótt umdeilt sé hvenær húsið hafi verið byggt.

Sumir töldu það vera elsta hús landsins, reist árið 1732 eða 1734. Aðrir töldu og telja að það hafi verið reist á tíma einokunarverslunarinnar árið 1774. En þá voru allmörg plankahús smíðuð og reist í Danmörku, tekin sundur og reist á verslunarstöðunum þar sem Konungsverslunin hin síðari var við lýði.

 

Mörg sögufræg hús eru á Þingeyri og má þar nefna Vertshús, en það er eitt elsta íbúðarhús á Þingeyri og var fyrsti veitingarstaðurinn. Fyrsta símstöðin á Þingeyri var í húsinu sem var reist sumarið 1881. Einnig er að þar að finna gamla spítalann sem er elsta sjúkrahús í Vestur Ísafjarðarsýslu. Hallhús, en þar var fyrsta skurðaðgerð með fullri smitgát gerð á Íslandi 6.júní árið 1891. Einnig má nefna gamla kaupfélagið, veglegasta verslunarhús á Vesturlandi þegar það var byggt 1872.

« J˙lÝ »
S M Ů M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31