A A A
  • 1927 - Rannveig Guðjónsdóttir
  • 1970 - RAIVO SILDOJA
18.02.2020 - 10:40 |

Fráfall Hallgríms Sveinssonar

« 1 af 2 »
Fallinn er nú frá merkismaðurinn Hallgrímur Sveinsson, fyrrum kennari og skólastjóri við Grunnskólann á Þingeyri og jafnframt staðarhaldari til fjölda ára á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hallgrímur var athafnamaður og frumkvöðull, ljúfur í viðmóti og léttur í fasi. Hann stofnsetti og stýrði viðamikilli bókaútgáfu Vestfirska forlagsins sem m.a. dróg fram sérkenni Vestfjarða og fólksins sem þar býr sem og daglegu lífi þess. Með húmorinn að leiðarljósi hafði Hallgrímur áhrif á alla þá sem hann komst í tæri við og verður hans bæði saknað og minnst. Þingeyrarvefurinn, sem jafnframt var verkefni Hallgríms, sendir fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. 

-Upp með vestfirði!
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31