09.04.2016 - 21:29 | Hallgrímur Sveinsson
Frá aðalfundi Búnaðarfélags Auðkúluhrepps: - Alþingi og ríkisstjórn ættu að huga að skínandi fordæmi Jóns Sigurðssonar
Hér fer á eftir stjórnmálaáyktun aðalfundar Búnaðarfélags Auðkúluhrepps sem haldinn var í Mjólkárvirkjun 7. apríl 2016
„Fundurinn átelur harðlega þau fordæmalausu og farsakenndu vinnubrögð sem nú einkenna íslensk stjórnmál. Hann leyfir sér að benda Alþingi og ríkisstjórn á skínandi fordæmi Jóns Sigurðssonar. Danir hlustuðu á hann vegna þess að hann var bæði þinglegur og kunni kurteisi. Þeir báru fyrir honum mikla virðingu vegna þess að hann gagnrýndi þá á hispurslausan en málefnalegan hátt. Sparsemi, nægjusemi, hógværð, lítillæti og heiðarleiki og hætta að lifa um efni fram. Þetta voru grundvallaratriði í málflutningi Jóns Sigurðssonar þegar hann var að reyna að koma Íslendingum til manns.“