A A A
  • 1957 - Sólborg Þorgerður Þorláksdóttir
  • 1979 - Þórhildur Björk Sigurðardóttir
  • 1984 - Sigurður Rúnar Ragnarsson
  • 2004 - Eva Katrín Larsdóttir
24.02.2017 - 21:28 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Fjölmiðlar á landsbyggðinni: - Fullt af tilkynningum og fréttum um ekki neitt!

Hallgrímur Sveinsson.
Hallgrímur Sveinsson.
« 1 af 2 »

Jón Ólafur Björgvinsson, Nonni Björgvins  frá Siglufirði, nú búsettur í Svíþjóð, skrifar athyglisverða grein á bb.is í dag, 24. febrúar.Hún nefnist Skortur á frjálsum óháðum fjölmiðlum á landsbyggðinni er stórhættulegt lýðræðisvandamál.

Þar segir svo m. a.

„Málefni venjulegs fólks á landsbyggðinni eru sjaldan birt í stærri fjölmiðlum á Íslandi. Einfaldlega vegna þess að í þeim vefmiðlum eða þeim örfáu prentuðu blöðum sem fólk hefur aðgang að eru ekki birtar neinar “krítískar” greinar um bæjar og stjórnsýslumál eða umræða um málefni sem fólk er ekki sammála um. Fullt af tilkynningum og “fréttum um ekki neitt” birtast vissulega daglega og allt virðist á yfirborðinu vera í góðu lagi og auðvitað hafa stærri fjölmiðlar engan áhuga á að birta fréttir um ekki neitt, en þeir eru svo sem ekkert sérstaklega duglegir eða áhugasamir um að afla sér frétta frá landsbyggðinni heldur. Hér er ekkert að gerast, öll dýrin í skóginum eru vinir og allir eru sammála, eða hvað?“

   Svo mörg voru þau spöku orð og miklu, miklu fleiri.

   Og er nú rétt að rifja upp það sem margir vita: Þingeyrarvefurinn er algjörlega frjáls og óháður fjölmiðill. Skrifaður af sjálfboðaliðum. Þar hefur undirritaður vissulega birt fréttir og frásagnir um „ekki neitt“ í bráðum 15 ár. Í þeim hefur verið reynt að láta léttleikann svífa yfir vötnum. Húmor og alvara í bland. Spurning náttúrlega hvort Jón Ólafur Björgvinsson hefur nokkurntíma heyrt talað um hinn heimsfræga Þingeyrarvef!

   Af þessu gefna tilefni fór ég svo að skoða hinar “krítísku“ greinar mínar sem birtar hafa verið á þessum ágæta vef í umræddan tíma. Stundum hafa vinir mínir verið meðhöfundar. Hvað kemur í ljós? Jú, það úir og grúir af alls konar greinum um það sem betur má fara í „nær-og fjærsamfélaginu“.  Bara nefndu það: Bankamál, skólamál, kvótamál, atvinnumál, samgöngumál, sagnfræði, byggðamál, fátækt, græðgi, forgangsröðun, heilbrigðismál, upplýsingamál, stjórnmál, landbúnaðarmál og fleira og fleira. Hundruð greina sem oft hafa ratað í hina stærri fjölmiðla. Og alltaf reynum við að haga orðum á kurteisan en samt einarðan hátt.

  Nánar síðar um þessa merkilegu umfjöllun Nonna Björgvins. 


« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31