27.04.2011 - 23:17 |
Fjölmenni í Íþróttahúsinu
Íþróttafélagið Höfrungur stóð fyrir leikjadegi í Íþróttahúsinu um páskahelgina en Birna Baldursdóttir íþróttafræðingur hafði umsjón með ýmis konar hópleikjum fyrir þátttakendur, auk þess sem hún kynnti crossfit fyrir Dýrfirðingum. Fólk á öllum aldri mætti í Íþróttamiðstöðina til að gera sér glaðan dag og voru hátt í 200 manns samankomnir þegar mest var. Dagurinn þótti heppnast einstaklega vel og var ekki annað að sjá en að fólk hafi skemmt sér vel. Myndir frá leikjadeginum má sjá á heimasíðu Bergþórs Gunnlaugssonar.