A A A
  • 1957 - Jón Reynir Sigurðsson
  • 1963 - Ísleifur B Aðalsteinsson
  • 2000 - Lilja Kristín Björgvinsdóttir
24.08.2015 - 10:59 | Emil Ragnar Hjartarson,BIB

"Finnarnir" dönsuðu álfadans fyrir forseta Finnlands

Ketilseyrarbræður. Frá vinstri Jón Reynir, Gunnar og Magnús. Ljósm.: H.S.
Ketilseyrarbræður. Frá vinstri Jón Reynir, Gunnar og Magnús. Ljósm.: H.S.
« 1 af 2 »

Þeir voru alltaf kallaðir "Finnarnir" einu nafni strákarnir frá Ketilseyri sem voru vinnufélagar mínir hjá vegagerðinni á næstliðinni öld. Ég veit ekki hvers vegna nema það hafi verið vegna þess að afi þeira hét Friðfinnur. Hins vegar veit ég af hverju Einar Jónsson var kallaður "Einar álfur" --Það var af því að hann var frá Álfadal á Ingjaldssandi. Ketilseyrar guttarnir og Einar voru frábærir tækjamenn allir saman, jarðýtur, peylóderar, gröfur ,vörubílar og vegheflar léku í höndum þeirra. Svo voru þeir skemmtilegir í ofaná lag, skutu skeytum og svöruðu fyrir sig hiklaust. 

Hann Kekkonen Finnlandsforseti var í opinberri heimsókn. Um það leyti varð ég vitni að eftirfarandi samtali í morgunsárið .

Einar spyr: Var ykkur Finnunum ekki boðið í partý með Kekkone um daginn ?
Maggi Ketilseyringur svara : Jú, við mættum allir og dönsuðum álfadans fyrir kallinn.

Menn frussuðu hafragrautnum yfir borðið og hláturinn entist fram eftir degi.

 

Af Facebook-síðu Emils R. Hjartarsonar.

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30