A A A
  • 1902 - fćddist Halldór Laxness
  • 1950 - Ólafía Sigurjónsdóttir
  • 1965 - Kristbjörg Bjarnadóttir
  • 1989 - Harpa Sjöfn Friđfinnsdóttir
  • 1990 - Snorri Karl Birgisson
  • 1998 - Magnús Freyr Jónasson
11.07.2015 - 12:35 | skutull.is,BIB

Félagiđ skal heita VESTRI

Á Hérađsmóti ađ Núpi í Dýrafirđi fyrir allmörgum árum. F.v.: Gunnar Pálsson, frá Stefni á Suđureyri, Strandamađurinn sterki, Hreinn Halldórsson, stangastökkvarinn Sigurđur Sigurđsson úr Reykjavík og Emil R. Hjartarson, frá Gretti á Flateyri. Ađ baki Emils er Sigmundur Ţórđarson frá Höfrungi á Ţingeyri. Ungu drengina er skrásetjari ekki alveg klár á. Ljósm.: BIB
Á Hérađsmóti ađ Núpi í Dýrafirđi fyrir allmörgum árum. F.v.: Gunnar Pálsson, frá Stefni á Suđureyri, Strandamađurinn sterki, Hreinn Halldórsson, stangastökkvarinn Sigurđur Sigurđsson úr Reykjavík og Emil R. Hjartarson, frá Gretti á Flateyri. Ađ baki Emils er Sigmundur Ţórđarson frá Höfrungi á Ţingeyri. Ungu drengina er skrásetjari ekki alveg klár á. Ljósm.: BIB
Sameiginlegt íþróttafélag sem nær yfir alla Ísafjarðarsýslu frá Arnarfirði til Ísafjarðardjúps, skal heita VESTRI.

Þetta er niðurstaðan í kosningu sem fram fór á netinu í síðustu viku. Áður voru valin tvö nöfn af átta í netkosningu og urðu þá nöfnin Vestri og ÍV, Íþróttafélag Vestfjarða eftst. Í síðari umferð var kosið á milli þeirra tveggja og varð Vestra nafnið hlutskarpara, með miklum mun, segir Hjalti Karlsson sem leiðir sameiningarnefnd íþróttafélaganna í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík. Alls tóku samanlagt 800 manns þátt í kosningunni um nafn á nýja félaginu.


Undirbúningsnefnd sameiginlegs félags hefur starfað frá því í vetur og eiga þar aðild fulltrúar Boltafélags Ísafjarðar, Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar, Blakfélagsins Skells, Sundfélagsins Vestra og knattspyrnudeildar Ungmennafélags Bolungarvíkur. Nýtt félag er enn ekki stofnað, en lög og stofnsamþykktir eru tilbúin og bíða nú yfirferðar hjá Íþrótta- og Ólympíusamandi Íslands. Þá verða þau borin undir fundi í féögunum sjálfum áður en hægt er að boða til stofnfundar í Íþróttafélaginu Vestra. Ef það gengur eftir geta iðkendur og keppendur í fótbolta, körfubolta, sundi og blaki keppt undir sameiginlegu merki og nafni og fleiri íþróttagreinar gætu bæst við síðar. Þá verður sameiginlegt kallmerki þeirra: ÁFRAM VESTRI!
« Apríl »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30