A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
12.07.2015 - 20:37 | Úr hinum vestfirska sagnaarfi:

Feilpústið

Vinirnir Guðbjartur Jónsson og Björn Ingi Bjarnason. Ljósm.: Spessi
Vinirnir Guðbjartur Jónsson og Björn Ingi Bjarnason. Ljósm.: Spessi

Björn Ingi Bjarnason og Guðbjartur Jónsson, Vagnstjóri og veitingamaður á Flateyri, voru miklir vinir á meðan báðir bjuggu á Flateyri enda störfuðu þeir saman um árabil. Bjartur er, sem kunnugt er, þekktur fyrir mismæli sín. Björn Ingi hafði, líkt og aðrir, mikið gaman af orðfæri Bjartar og ambögum.

        Eitt sinn þegar þeir félagar höfðu ekki sést lengi hitti Björn Bjart á förnum vegi. Björn vildi fá að vita hvort eitthvað nýtt og eftirminnilegt væri eftir Bjarti haft.

        Vagnstjórinn svaraði öruggur með sig:

        Ég hef ekki sagt feilpúst lengi.

 

Úr hinum vestfirska sagnaarfi.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31