A A A
  • 1993 - Ingunn Żr Angantżsdóttir
24.05.2015 - 11:05 | Hallgrķmur Sveinsson

Fari žaš ķ helvķti, Halli minn!

Lokinhamrar og Hrafnabjörg.
Lokinhamrar og Hrafnabjörg.

Fyrir all mörgum árum voru þau Sigríður Ragnarsdóttir á Hrafnabjörgum og Sigurjón G. Jónasson á Lokinhömrum orðin einu íbúarnir í Lokinhamradal í Arnarfirði. Bjuggu stórbúi á sitt hvorum bænum. Lokinhamraáin á milli bæjanna.

  
Nú var það eitt sinn um það leyti, að ég hitti Nonna rebba á planinu milli Gamla Kaupfélagsins og Salthússins á Þingeyri. Tókum við tal saman eins og alltaf er við hittumst. Barst tal okkar að þeim í Lokinhamradalnum. Spurði Nonni hvort þau væru ekki flutt saman, Sigurjón og Sigga. Svaraði ég að það væri ekki. Og að allir sem til þekktu vissu að svo mundi aldrei verða. Sagði þá gamli Nonni rebbi:

   Fari það í helvíti, Halli minn. Ég væri löngu farinn inn yfir ána!   

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Maķ »
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31