A A A
  • 1932 - Ţórdís Jónsdóttir
06.05.2016 - 16:33 | Vestfirska forlagiđ,bb.is

Ernismenn syngja inn voriđ á Ţingeyri í kvöld

Karlakórinn Ernir.
Karlakórinn Ernir.
Karlakórinn Ernir syngur vorið í hjörtu íbúa norðanverðra Vestfjarða þessa dagana, en nú fara í hönd árlegir vortónleikar kórsins. Karlarnir hafa verið iðnir við æfingar í vetur undir styrkri stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur, og undirleikur hefur verið í höndum Kristínar Hörpu Jónsdóttur. Þær stöllur munu vera með þeim á tónleikunum, ásamt hljóðfæraleikurunum Guðmundi Hjaltasyni, Stefáni Baldurssyni og Elíasi Skaftasyni. Bjarney Ingibjörg mun syngja einsöng, og það mun einnig gera Pétur Ernir Svavarsson. 

Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld, föstudaginn 6. maí 2016 kl. 20:00, í Félagsheimilinu á Þingeyri.

Á sunnudag verða tvennir tónleikar. Klukkan 14 í Félagsheimili Bolungarvíkur og klukkan 17 í Ísafjarðarkirkju. 
« September »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör