06.10.2015 - 22:27 | Hallgrímur Sveinsson
Er bankastríð í uppsiglingu í Dýrafirði?
Banki allra landsmanna hefur nú af miskunnsemi sinni opnað bankaafgreiðslu á Þingeyri sem er opin einu sinni í viku, eina klst. í senn. Í dag var fyrsti opnunardagurinn og var mikil aðsókn. Nánar á morgun.
Í dag fengu Dýrfirðingar líka heilmikið bréf frá starfsfólki Íslandsbanka á Ísafirði, þar sem bankinn lofar þeim gulli og grænum skógum bara ef þeir komi í viðskipti til hans.
Skyldi vera bankastríð í uppsiglingu í Dýrafirði!