A A A
  • 1953 - Ţorbjörn Pétursson
  • 2000 - Ţorleifur Jóhannesson
04.09.2008 - 00:14 | bb.is

Enn fćkkar fólki fyrir vestan

Íbúum Vestfjarđa fćkkađi um liđlega fjörutíu á fyrri helmingi ársins.
Íbúum Vestfjarđa fćkkađi um liđlega fjörutíu á fyrri helmingi ársins.
Íbúum Vestfjarða fækkaði um liðlega fjörutíu á fyrri helmingi ársins, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands um búferlaflutninga. Þegar litið á á tölur um búferlaflutninga kemur í raun fátt á óvart hvað Vestfirði varðar. Fleiri flytja frá landshlutanum en til, rétt eins og á undaförnum árum. 297 fluttu frá Vestfjörðum fyrstu sex mánuði ársins, en til 253. Með öðrum orðum, 44 fleiri fluttu frá Vestfjörðum, en til. Til Reykhólahrepps fluttust fimm fleiri en fóru. Plústalan í Kaldraneneshreppi er fjórir og einn í Súðavík. 28 fleiri fluttu frá Ísafjarðarbæ en til, mínusinn er 11 í Bolungarvík, 16 í Strandabyggð, og í Vesturbyggð fækkaði um sex.

Íbúafjöldi í þéttbýliskjörnum á Vestfjörðum 1. júlí 2008:

 

Ísafjörður 2.704 (svipað og Grindavík 2836 og Sauðárkrókur 2595)
Bolungarvík 897 (svipað og Ólafsfjörður 866, Grundarfjörður 849 og Blönduós 847)
Patreksfjörður 618 (svipað og Hvammstangi 592 og Eyrarbakki 603)
Hólmavík 364 (svipað og Þórshöfn 368 og Djúpivogur 361)
Suðureyri 308 (svipað og Hvanneyri 297)
Þingeyri 277 (svipað og Vík í Mýrdal 275, Grenivík 260, Tálknafjörður og Flateyri)
Tálknafjörður 276 (svipað og Vík í Mýrdal 275, Grenivík 260, Þingeyri og Flateyri)
Flateyri 275 (svipað og Vík í Mýrdal 275, Grenivík 260, Þingeyri og Tálknafjörður)
Hnífsdalur 229 (svipað og Svalbarðseyri 233, Stöðvarfjörður 232, Bifröst 227, Hrafnagil 222 og Raufarhöfn 220)
Súðavík 182 (svipað og Reykjahlíð 193, Hrísey 191, Hofsós 180 og Bíldudalur)
Bíldudalur 178 (svipað og Reykjahlíð 193, Hrísey 191, Hofsós 180 og Súðavík)
Reykhólar 132 (svipað og Hafnir 140, Varmahlíð 138, Hauganes 138, Laugarás 135, Beiðdalsvík 135, Kópasker 133, Litli-Árskógssandur 131 og Kirkjubæjarklaustur 125)
Drangsnes 65 (svipað og Bakkafjörður 77, Árbæjarhverfi 70, Nesjakauptún 69, Laugarbakki 65 og Hallormsstaður 53)
Borðeyri 32 (svipað og Rauðalækur 37, Eiðar 34 og Skógar 27)
Krossholt 16 (fámennasti þéttbýliskjarni á landinu, Skógar eru næstir 27)

« Apríl »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30