A A A
  • 1981 - Berglind Hrönn Hlynsdóttir
18.08.2013 - 08:05 | BIB,Morgunblađiđ

Engjakaffi í Dýrafirđi á 70 ára afmćlinu í dag

Hćfileikaríkur. -  Prófessorinn Bjarni Guđmundsson gaf út hljómdisk međ frumsömdum lögum fyrir nokkrum árum og nú hefur hann gefiđ út bóka-ţríleik. Hann útilokar ekki frekari tónlistar- og bókaútgáfu í framtíđinni.
Hćfileikaríkur. - Prófessorinn Bjarni Guđmundsson gaf út hljómdisk međ frumsömdum lögum fyrir nokkrum árum og nú hefur hann gefiđ út bóka-ţríleik. Hann útilokar ekki frekari tónlistar- og bókaútgáfu í framtíđinni.

„Ég hafði engan sérstakan hug á að gefa bókina út á afmælisdaginn minn,“ segir Bjarni Guðmundsson, tónlistarmaður og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Nýjasta bók hans kemur út á morgun, sunnudag, (18. ágúst 2013)  en sama dag heldur Bjarni upp á 70 ára viðveru á þessari jörð.

„Vinir mínir hjá útgáfufyrirtækinu Uppheimum ákváðu að gefa bókina út á þessum tíma og mér finnst þetta bara vera skemmtileg tilviljun,“ segir Bjarni.

 

Engjakaffi í Dýrafirði

Bjarni ætlar að halda upp á afmælisdaginn í rólegheitum með eiginkonu sinni, Ásdísi B. Geirdal, og þremur dætrum þeirra, Ásdísi, Þórunni og Sólrúnu.

„Við ætlum í stutta reið um æskuslóðir mínar í Kirkjubólsdal í Dýrafirði en sá staður er mér einstaklega kær enda fæddist ég þar. Við verðum þar í rólegheitum með þakklæti í huga fyrir allt það sem okkur hefur verið gefið.“

Hann reiknar með að hópurinn haldi einfalt engjakaffi í ferðinni þar sem flatkökur og kæfa verða líklegast með í för.

 

Heimsmet í notkun jeppa

Nýjasta bók hans ber nafnið „Frá hestum til hestafla“ og hún fjallar um tíma vinnuhesta í íslenskum landbúnaði.

„Sagan segir frá því þegar vélar og hestar leystu mannsaflið af hólmi. Í kjölfarið voru ekki allir bundnir við sveitavinnu og því gátu fleiri lagt stund á aðrar greinar s.s. guðfræðikennslu, síldveiðar og bankavinnu.“ Hann fjallar einnig um tilkomu fyrsta traktorsins til Íslands og um notkun Íslendinga á jeppum við landbúnaðarstörf. Bjarni telur Íslendinga haf sett heimsmet í notkun jeppa innan túna.

„Hjá flestum öðrum þjóðum voru þetta samgöngutæki en hér voru þeir brúkaðir gríðarlega mikið til slátta og annarra verka á sveitabæjum.“

Bjarni nær að loka þríleik sínum með útgáfu bókarinnar á sunnudaginn en áður hafði hann gefið út tvær bækur um svipað efni.

„Heilt yfir fjallar bókaflokkurinn um þróun þess að landbúnaðurinn breyttist úr daglegu viðfangi og handverki yfir í vélvædda og sérhæfða atvinnugrein.“

___________________________

Í stuði með rétta hattinn

Bjarni kemur víða við og Landbúnaðarsafn Íslands hefur verið ástríða hans í nokkur ár samhliða bóka- og tónlistarútgáfu.

„Safnið hefur gengið vel með hjálp góðra manna. Við förum okkur hægt í þessu enda viljum við ekki vera með stórskotasýningu og safna upp skuldum.“ Safnið var stofnað árið 2007 og þar má m.a. finna eitt stærsta dráttarvélasafn landsins.

Bjarni hefur spilað á gítar í 50 ár og hann segir tónlist vera bestu meðferðina gegn streitu. Hann treður einstöku sinnum upp með gítar á tyllidögum og segist alltaf komast í stuð ef hann er með rétta hattinn líkt og Dúddi í Stuðmannamyndinni. „Eldhúsið er samt alltaf besti salurinn og eiginkonan langbesti áhorfandinn.“Morgunblaðið luagardagurinn 17. ágúst 2013.

« Apríl »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30