A A A
  • 1922 - Guðmundur Magnússon
  • 1942 - Sigurður Jónsson
Kristín Dahlstedt stundaði  sjálfstæðan veitingarekstur í hálfa öld í Reykjavík og oftast undir Fjallkonunafninu.
Kristín Dahlstedt stundaði sjálfstæðan veitingarekstur í hálfa öld í Reykjavík og oftast undir Fjallkonunafninu.

Eftir Hafliða Jónsson garðyrkjustjóra. Endurútgáfa - Vestfirska forlagið gefur út

 

Kristín Dahlstedt fæddist í Dýrafirði árið 1876 og ung hélt hún til Danmerkur frá Þingeyri með kútternum Daníu. Þá átti hún að baki ástarævintýri með skáldinu frá Þröm – Magnúsi Hjaltasyni, sem Halldór Laxness gerði ódauðlegan sem Ólaf Kárason Ljósvíking í skáldsögunni Heimsljósi. Hún sleit sambandinu þegar Magnús treysti sér ekki til að leggja út fyrir trúlofunarhringunum.

 Í Danmörku lærði Kristín margt um hótel- og veitingarekstur. Reynslunni ríkari kom hún aftur til Íslands árið 1905 og réðst strax til starfa á nýreistu glæsihóteli við Austurstræti – Hótel Reykjavík. Það hótel brann í brunanum mikla árið 1915. Fljótlega stofnaði Kristín svo sinn eigin veitingastað að Laugavegi 68 sem strax öðlaðist miklar vinsældir.

   Kristín vakti fljótt athygli í bænum, þótti glæsilega klædd og ekki skorti hana kjarkinn. Stundum eldaði hún grátt silfur við embættismenn, ekki síst lögregluna, á ýmsu gekk í viðskiptum við hina og þessa athafnamenn og reksturinn var upp og ofan. Mörg áföll í einkalífinu dundu yfir. Bræður hennar dóu ungir, hún missti sambýlismann og síðar einkadóttur og oft voru samskiptin við karlkynið brösótt. En alltaf reis Kristín upp aftur.

   Endurminningar Kristínar Dahlstedt komu út 1961 og vöktu mikla athygli. Saga Kristínar er nú talin í flokki merkustu ævisagna kvenna, sem komið hafa út hérlendis, enda brautryðjandi um margt á fyrri hluta síðustu

aldar. Hún stundaði sjálfstæðan veitingarekstur í hálfa öld, ekki síst við Laugaveginn í Reykjavík og oftast undir Fjallkonunafninu.
 
Bókin er væntanleg í bókaverslanir um land allt á næstu dögum og í netverslun Vestfirska forlsgsins  www.vestfirska.is 

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31