18.02.2017 - 22:45 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson
Embættisveiting fyrir vestan:- Sonur Önundarfjarðar skipaður menningarfulltrúi
Björn Ingi Bjarnason frá Flateyri, sonur Önundarfjarðar, nú búsettur á Eyrarbakka í Flóa, hefur verið skipaður Menningarfulltrúi Vestfirska forlagsins í Evrópu og Bandaríkjum Norður-Ameríku.
Fylgja embættinu öll réttindi og hlunnindi sem þar til heyra.
Gjört undir vorri hendi og innsigli 18. febrúar 2017, daginn fyrir konudaginn.
Hallgrímur Sveinsson
léttadrengur og forstjóri Vestfirska forlagsins