A A A
  • 1957 - Jón Reynir Sigurðsson
  • 1963 - Ísleifur B Aðalsteinsson
  • 2000 - Lilja Kristín Björgvinsdóttir
27.10.2017 - 06:49 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Elís R. Helgason - Fæddur 4. jan. 1939. Dáinn 16. okt. 2017 - Minning

Elís R. Helgason (1939 - 2017).
Elís R. Helgason (1939 - 2017).
Elís Rós­ant Helga­son fædd­ist á Þing­eyri við Dýra­fjörð 4. janú­ar 1939. Hann lést á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi 16. októ­ber 2017.

 

For­eldr­ar hans voru Huld Þor­valds­dótt­ir, f. 17. mars 1915 í Sval­vog­um í Dýraf­irði, d. 22. nóv­em­ber 2008, og Helgi Sig­urðsson, f. 6. sept­em­ber 1906, d. 19. des­em­ber 1960.

Huld gift­ist Helga Brynj­ólfs­syni, f. á Þing­eyri 6. októ­ber 1918, d. 7. fe­brú­ar 2004 og gekk hann Elísi í föður stað.

 

Syst­ir Elís­ar sam­feðra er Helga Þór­anna, f. 1944, og syst­ur hans sam­mæðra eru: Unn­ur Ríkey, f. 1949, Sig­ur­borg Þóra, f. 1950, og Marta Bryn­gerður, f. 1954.

Elís kvænt­ist Ingu Guðríði Guðmanns­dótt­ur, f. 18. mars 1941. For­eldr­ar henn­ar voru Guðmann Magnús­son, f. 5. des­em­ber 1908 á Eystri-Dysj­um í Garðahreppi, d. 11. júní 1981, og Úlf­hild­ur Kristjáns­dótt­ir, f. 11. des­em­ber 1911 í Lang­holtsparti í Árnes­sýslu, d. 9. júlí 2003.

Elís og Inga eignuðust fjög­ur börn:

 

1) Guðmann, f. 27. des­em­ber 1958, fyrrv. maki Sigrún Jóns­dótt­ir, f. 1956, og eiga þau eina dótt­ur, Ingu Huld, f. 1982, gift Kára Frey Þórðar­syni f. 1984 og þau eiga Matt­hildi Leu og Emmu Rún. Sam­býl­is­kona Guðmanns er Anne Kater­ine Hame.

 

2) Val­borg Huld, f. 3. maí 1960, gift Birni Geir Ingvars­syni, f. 1960, börn þeirra eru: a) Árdís, f. 1978, gift Sæ­mundi Friðjóns­syni, f. 1979, og eiga þau Tinnu Rut, Tóm­as Orra og Bjarka Friðjón. b) Birna Hrund, f. 1988, sam­býl­ismaður Tryggvi Stef­áns­son, f. 1988, og eiga þau Arn­ar Elís og Atla Hrafn. c) Elís Rafn, f. 1992, sam­býl­is­kona Hanna María Jó­hanns­dótt­ir, f. 1992.

 

3) Úlf­hild­ur, f. 8. fe­brú­ar 1962, gift Snæ­birni Tryggva Guðna­syni, f. 1961, börn þeirra eru: a) Elísa, f. 1986, sam­býl­ismaður Frank White f. 1978 og eiga þau Úlf Snæ. b) Hrafn­hild­ur, f. 1991, sam­býl­ismaður Ísak Þór­halls­son, f. 1990. c) Stefán Örn, f. 1993. Fyr­ir átti Snæ­björn tvö börn: d) Guðrún, f. 1980, upp­eld­is­dótt­ir Úlf­hild­ar, sam­býl­ismaður Stefán S. Jóns­son, f. 1975. Guðrún á tvær dæt­ur frá fyrra sam­bandi, Snæ­dísi Birnu og Brynju Kar­en e) Guðni Stein­ar, f. 1982.

 

4) Elsa Krist­ín, f. 20. sept­em­ber 1966, gift Gunn­ari Viggós­syni, f. 1964, börn þeirra eru: a) Hild­ur Ösp, f. 1996, b) Hulda Björk, f. 2001, c) Hall­dór Viðar, f. 2005.

 

Eft­ir barna­skóla­göngu á Þing­eyri fór Elís í héraðsskól­ann að Núpi í Dýraf­irði og lauk þaðan prófi. Síðan lá leið hans í Sam­vinnu­skól­ann á Bif­röst og út­skrifaðist hann þaðan 1958. Elís sótti einnig margs kon­ar versl­un­ar­tengd nám­skeið.

Hann vann í ýms­um versl­un­um og kjör­búðum, lengst af sem versl­un­ar­stjóri hjá Kaup­fé­lagi Reykja­vík­ur og ná­grenn­is, KRON. Árið 1980 var hann ráðinn aðstoðar­kaup­fé­lags­stjóri KRON og lauk starfsævi sinni sem sölumaður hjá Osta- og smjör­söl­unni.

Elís átti ýmis áhuga­mál; m.a. stang­veiði, ferðalög, fót­bolta og berjatínslu. Hann var í Dýrfirðinga­fé­lag­inu og sinnti þar stjórn­ar­störf­um um tíma, spilaði bridge m.a. í Bridge­deild Breiðfirðinga, var í sókn­ar­nefnd Fella- og Hóla­kirkju og fé­lagi í Rotarý­klúbbi Reykja­vík­ur – Breiðholts.

Útför Elís­ar Rós­ants fer fram frá Digra­nes­kirkju í dag, 27. októ­ber 2017, klukk­an 13.
________________________________________________________________________

Minningarorð Snæbjörns Tr. Guðnasonar

 

Nú kveð ég þig hinstu kveðju, kæri tengdapabbi og vin­ur. Sár söknuður í bland við þakk­læti fyr­ir fal­leg­ar minn­ing­ar um þig í gegn­um tíðina ryðjast fram í hug­ann og erfitt til þess að hugsa að þær verði ekki fleiri.

 

Þú hafðir sýnt mikl­ar fram­far­ir í end­ur­hæf­ingu í kjöl­far veik­inda og við trúðum öll á frek­ari bata, eins og þú. Dag­inn áður en kallið kom fékkst þú „úti­vist­ar­leyfi“ frá sjúkra­hús­inu, til að fara heim á Vestó einn dag­part og kanna hvort allt væri ekki ör­ugg­lega „í or­d­en“ og njóta sam­vista með fjöl­skyld­unni.

Eng­an óraði fyr­ir því að þetta yrðu síðustu sam­veru­stund­ir okk­ar, en minn­ing­ar frá þess­um degi þeim mun dýr­mæt­ari. Kveðju­stund­in, þegar við hjón­in höfðum fylgt þér aft­ur á stof­una þína um kvöldið, var full þakk­læt­is og eft­ir­vænt­ing­ar um frek­ari bata af þinni hálfu, þú með bros á vör og ánægju­blik í aug­um, sæll og sátt­ur eft­ir ánægju­leg­an dag heima á Vestó með fjöl­skyld­unni.

„Takk fyr­ir allt og sjá­umst á morg­un.“

Kæri Elís, ég er þakk­lát­ur fyr­ir hvernig þið hjón­in tókuð mér, og ung­un­um mín­um tveim­ur, opn­um örm­um þegar ég og dótt­ir þín, hún Úlla, fór­um að rugla sam­an reyt­um. Þið skutuð yfir okk­ur skjóls­húsi meðan við biðum eft­ir að fá fyrstu íbúðina okk­ar af­henta. Ég hugsa með mik­illi hlýju og þakk­læti til þessa tíma á Vestó, ómet­an­legr­ar aðstoðar ykk­ar og gest­risni.

Okk­ur tengda­son­um þínum hef­ur verið mikið kapps­mál að aðstoða þig við ýmis viðvik. Að fá tæki­færi til að end­ur­gjalda ómælda aðstoð, ást, um­hyggju og stuðning ykk­ar í gegn­um tíðina.

Ófár heim­sókn­ir þínar með kjöt í frysti­kist­urn­ar okk­ar og fleira góðgæti sem ávallt kom sér vel. Um­hyggja þín og næmi fyr­ir fjöl­skyldu og vin­um, barna­börn­um og vin­um þeirra átti sér eng­in landa­mæri. Áhug­inn var því mun meiri ef viðkom­andi var líka ættaður að vest­an.

Ein fyrsta gjöf­in frá þér inn á okk­ar heim­ili var for­láta postu­línsplatti með mynd frá heima­hög­um þínum á Þing­eyri með áletr­un­inni: „Gott sprett­ur af góðri rót.“ Hafði alltaf gam­an af því þegar þú komst í heim­sókn og kannaðir hvort hann væri ekki ör­ugg­lega á áber­andi og góðum vegg í íbúðinni.

Þú sýnd­ir áhuga­mál­um barna þinna og þeim íþrótt­um sem barna­börn­in stunduðu mik­inn áhuga. Mætt­ir á leiki, fim­leika­sýn­ing­ar og oft­ar en ekki þið hjón­in sam­an. Þau lögðu sig líka sér­stak­lega vel fram ef þau vissu af Ella-afa og Ingu-ömmu í stúk­unni.

Þú varst mik­il til­finn­inga­vera, nátt­úru­unn­andi, veiðimaður, virk­ur í fé­lags­mál­um og vel liðinn maður á all­an hátt. Sann­ur vin­ur vina þinna.

Í fjöl­skyldu­ferðum til Dýra­fjarðar sagðir þú okk­ur skemmti­leg­ar sög­ur frá upp­vaxt­ar­ár­um þínum, skóla­ár­un­um á Núpi og prakk­arastrik­um ykk­ar fé­lag­anna þar, sem munu lifa með fjöl­skyld­unni um ókomna tíð.

Það voru mik­il for­rétt­indi að eiga þig að sem tengda­föður. Barna­börn­in eiga eft­ir að sakna Ella afa sárt og miss­ir þeirra er mik­ill. Fal­leg­ar minn­ing­ar um þig munu styrkja þau í sorg þeirra.

Elsku Inga, sam­kennd og kær­leik­ur fjöl­skyld­unn­ar hef­ur sann­ast á und­an­förn­um dög­um. Megi fal­leg­ar minn­ing­ar um góðan dreng gefa þér og öðrum í okk­ar fjöl­skyldu styrk.

 

Snæ­björn Tr. Guðna­son.

 
Morgunblaðið 27. október 2017.
 
 
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30