A A A
  • 1982 - Sveinbjörn Halldórsson
Vegurinn um Hrafnseyrarheiði
Vegurinn um Hrafnseyrarheiði
Samkvæmt tilkynningum frá Vegagerðinni er vegurinn um Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði ófær og búinn að vera það frá því í byrjun desember. Fram kemur á vef Svæðisútvarps Vestfjarða að rætt hafi verið við fólk sem hafi farið þarna yfir á fjórhóladrifnum fólksbíl í vikunni og að leiðin hafi að mestu verið fær vel búnum jeppum og að undanförnu flestum bílum. Fólk hafi því farið lengri leiðina í þeirri trú að heiðarnar væru ófærar en komist að því að svo væri ekki. Samkvæmt upplýsingum frá vegaþjónustu Vegagerðarinnar eru fjallavegir tilgreindir ófærir þegar þar er engin vetraþjónusta og ekkert eftirlit með færð. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði og leiðin milli norðan og sunnanverðra Vestfjarða er því lokuð um leið og snjó tekur að festa á þessum fjallavegum. Það gæti því gerst að vegir væru færir þrátt fyrir að þeir væru sagði ófærir. Það skal hins vegar tekið fram að fólk er á eigin ábyrgð á þessum vegum. Frá þessu var sagt á ruv.is.
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31