07.06.2011 - 22:26 | JÓH
Einstök sýning í Haukadal
Á Gíslastöðum í Haukadal Dýrafirði verður listsýningin Einstök sýning - Listamaðurinn með barnshjartað. Sýningin opnar föstudaginn 1. júlí kl.14 og eftir það verður sýningin opin frá kl.14 - 16 allt til sunnudagsins 24. júlí.
Á sýningunni er einstakri myndlist og leiklist gerð skil. Í myndlistinni verða sýndar myndir eftir þrjá vestfirska einfara í íslenskri myndlist. Fyrst ber að nefna Samúel Jónsson í Selárdal sem þekktur er undir viðurrefninu Listamaðurinn með barnshjartað. Einnig verður viðamikil sýning á verkum listahjónanna frá Hofi Dýrafirði þeirra Gunnars Guðmundssonar og Guðmundu Jónu Jónsdóttur.
Síðast en ekki síst er sérstök sýning um sögu einleikjalistarinnar á Íslandi. Þetta sérstaka form leiklistarinnar á sér langa og merka sögu hér á landi. Síðustu ár hefur einleikjaformið verið áberandi í vestfirsku leikhúslífi en þar starfar Kómedíuleikhúsið sem hefur sett upp fjölmarga einleiki síðasta áratuginn og einnig er árlega haldin sérstök einleikjahátíð Act alone í Haukadal og Ísafirði. Saga einleikjalistarinnar er sögð á stórum söguspjöldum en einnig eru til sýnis kynningarefni um einleiki á Íslandi s.s. leikskrár sem og handrit einleikja og marskonar einleikin fróðleikur um einleiksformið. Gaman er að geta þess að einleikurinn Gísli Súrsson verður sýndur á Dýrafjarðardögum.
Á sýningunni er einstakri myndlist og leiklist gerð skil. Í myndlistinni verða sýndar myndir eftir þrjá vestfirska einfara í íslenskri myndlist. Fyrst ber að nefna Samúel Jónsson í Selárdal sem þekktur er undir viðurrefninu Listamaðurinn með barnshjartað. Einnig verður viðamikil sýning á verkum listahjónanna frá Hofi Dýrafirði þeirra Gunnars Guðmundssonar og Guðmundu Jónu Jónsdóttur.
Síðast en ekki síst er sérstök sýning um sögu einleikjalistarinnar á Íslandi. Þetta sérstaka form leiklistarinnar á sér langa og merka sögu hér á landi. Síðustu ár hefur einleikjaformið verið áberandi í vestfirsku leikhúslífi en þar starfar Kómedíuleikhúsið sem hefur sett upp fjölmarga einleiki síðasta áratuginn og einnig er árlega haldin sérstök einleikjahátíð Act alone í Haukadal og Ísafirði. Saga einleikjalistarinnar er sögð á stórum söguspjöldum en einnig eru til sýnis kynningarefni um einleiki á Íslandi s.s. leikskrár sem og handrit einleikja og marskonar einleikin fróðleikur um einleiksformið. Gaman er að geta þess að einleikurinn Gísli Súrsson verður sýndur á Dýrafjarðardögum.