A A A
  • 1926 - Jökull Sigtryggsson
  • 1946 - Katrín Eiríksdóttir
  • 1979 - Sólveig Eirný Sveinsdóttir
13.10.2015 - 21:21 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Einn góður úr nýju bókinni: - Vínbannið

Gísli á Uppsölum.
Gísli á Uppsölum.
« 1 af 2 »

Ólafur heitinn  Hannibalsson bjó um tíma í Selárdal í Arnarfirði og var þar í nábýli við Gísla á Uppsölum. Gísla heitinn þekkja margir úr sjónvarpsþáttum Ómars Ragnarssonar. Einnig hafa verið skrifaðar um hann bækur. Gísli var einbúi, fór ekki troðnar slóðir og fylgdist lítið með fréttum. Eitt sinn um vetur hafði Gísli sleppt fé sínu í fjörubeit. Þegar líða tók á daginn gerði hvell með talsverðri snjókomu og roki. Ólafur sá til Gísla þar sem hann var á leið að sækja féð.

   Gamli maðurinn var orðinn lélegur til gangs og stóð ekki á móti rokinu. Hraktist hann undan veðrinu, lenti loks á girðingu og sat þar fastur. Ólafur hljóp út á peysunni og tókst honum við illan leik að koma gamla manninum til sín inn í bæ. Voru báðir nokkuð kaldir og hraktir og hitaði Ólafur kaffi. Síðan dró hann upp brennivínsflösku og bauð Gísla að súpa á. Gísli horfði tortrygginn á Óla og spurði svo:

   „Er ekki vínbannið ennþá?“

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30