A A A
24.07.2015 - 07:09 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Einn góður úr Mýrahreppi

Þórarinn Sighvatsson á Höfða.
Þórarinn Sighvatsson á Höfða.
« 1 af 2 »

Í heita pottinum á Þingeyri og við kaffiborðið hjá henni Tobbu er umræða dagsins bæði skemmtileg og fræðandi. Stundum eru jafnvel upplestrar af ýmsu tagi og svo mæla menn af munni fram.  Þar eru margir kallaðir og ýmsir útvaldir. Og allir fá að njóta sín í góðum félagsskap.

Valdimar á Mýrum tók til dæmis svo til orða um daginn:

Þórarinn Sighvatsson á Höfða var snillingur. Átti fáa eða enga sína líka.  Eitt sinn datt upp úr honum:

„Hann Skúli á Gemlufalli keyrir eins og vitlaus maður. Það er varla að maður komist fram úr honum!“

 

Hallgrímur Sveinsson.

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30