A A A
  • 1975 - ŮurÝ­ur Steinarsdˇttir
  • 1991 - var golfkl˙bburinn Glßma stofna­ur
26.07.2015 - 07:07 | HallgrÝmur Sveinsson

Einn gˇ­ur ˙r Au­k˙luhreppi

Mosdalur Ý Arnarfir­i. Ljˇsm.: Mats Wibe Lund.
Mosdalur Ý Arnarfir­i. Ljˇsm.: Mats Wibe Lund.

Húmoristinn Jóhannes á Kirkjubóli

 

   Í þriðja hefti Vestfirskra sagna er sagt frá Jóhannesi Ólafssyni í Mosdal á yfir 40 síðum, en hann bar höfuð og herðar yfir alla galdramenn í Arnarfirði á 19. öld og þó víðar væri leitað. Hann notaði kunnáttu sína yfirleitt til að hjálpa fólki og hefur greinilega verið mikill húmoristi og skal hér nefna eitt dæmi um það:

   „Stúlka ein við Ísafjarðardjúp veiktist snögglega á geðsmunum með svo einkennilegum hætti, að haldið var að einhver myrkravöld væru þar að verki. Sendi ­hún þá mann til Jóhannesar á Kirkjubóli, til þess að fá ráð hans. Jóhannes tekur sendimanni vel, og þegar hann leggur aftur af stað frá Kirkjubóli, kveð­ur Jóhannes hann með kossi og segir honum að flýta sér norður, kyssa stúlkuna og segja henni, að það sé koss frá Jóhannesi á Kirkjubóli. En engan megi hann kyssa á leiðinni. Ef hann bregði eigi út af þessu, muni stúlkunni batna. Sendimaður fylgdi reglum þeim, er fyrir hann voru lagðar, og batnaði stúlkunni fram af því. Hún var talin efnuð, enda launaði hún hjálpina vel.“   


Hallgrímur Sveinsson. 

« AprÝl »
S M Ů M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30