A A A
28.08.2016 - 10:41 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Ég dey frek­ar en að standa mig ekki

Ævi­st­arfið. Þór­unn hjá bók­un­um sín­um öll­um tutt­ugu og tveim­ur sem hún hef­ur sent frá sér síðustu þrjá­tíu ár. Hún á ræturnar að Mosvöllum í Önundarfirði en faðir hennar, Valdimar Ólafsson (1926 - 2008), 
var þar fæddur. Ljósm.: mbl.is -Eggert Jó­hann­es­son
Ævi­st­arfið. Þór­unn hjá bók­un­um sín­um öll­um tutt­ugu og tveim­ur sem hún hef­ur sent frá sér síðustu þrjá­tíu ár. Hún á ræturnar að Mosvöllum í Önundarfirði en faðir hennar, Valdimar Ólafsson (1926 - 2008), var þar fæddur. Ljósm.: mbl.is -Eggert Jó­hann­es­son
« 1 af 2 »

„Ég elska bæk­ur og ég skrifa um það sem brenn­ur á mér að upp­lýsa og gera heim­inn betri. Það kem­ur ekki til mála að lypp­ast niður,“ seg­ir Þór­unn Jarla Valdi­mars­dótt­ir rit­höf­und­ur, sem fagn­ar því að þrjá­tíu ár eru síðan hún sendi frá sér fyrstu bók sína. Hún seg­ist núorðið þola illsku heims­ins bet­ur.

Ég varð óvart rit­höf­und­ur, það er mín lukka. Þó að upp­lýs­ing­in hafi kennt okk­ur að hugsa vís­inda­lega eru ör­lög­in og til­vilj­an­ir enn að kasta okk­ur fram og til baka, rétt eins og á miðöld­um. Ég er ekki ein af þess­um sterku stelp­um sem ákváðu þegar þær voru litl­ar að þær ætluðu að verða skáld, en ömm­ur og afar og mamma og pabbi hafa kannski hvíslað að mér að ég gæti eitt­hvað, því ég sagði ein­hvern tíma að ég ætlaði að verða blaðamaður eða þingmaður. Hvíslið hef­ur skilað sér,“ seg­ir Þór­unn Jarla Valdi­mars­dótt­ir, rit­höf­und­ur og sagn­fræðing­ur, sem nú fagn­ar því að þrjá­tíu ár eru liðin frá því að hún sendi frá sér fyrstu bók sína.

Bæk­urn­ar eru orðnar tutt­ugu og tvær og eru af ýms­um toga; sagn­fræðibæk­ur, skáld­sög­ur, ljóðabæk­ur, ævi­sög­ur, sögu­leg­ar ævi­sög­ur, skál­dævi­sög­ur, ætt­ar­sög­ur og síðast var það sjálfsævi­saga.

„Seint og um síðir hef ég, þessi lina kerl­ing sem ég er, lært að ég verð að standa með sjálfri mér og þess vegna dreif ég í að halda upp á út­gáfu­af­mælið mitt. Hér var fullt hús og mik­il gleði.“

Að kafa með réttu hug­ar­fari

Þór­unn seg­ist hafa áttað sig á því ný­lega að fjór­ar fyrstu bæk­urn­ar sín­ar hafi hún verið beðin um að skrifa.

„Það var mín gæfa. Ég lærði reikn­ing í barna­skóla svo ég gæti lagt sam­an gæf­ur mín­ar og ógæf­ur, og ég er í svo mikl­um plús, að hafa fengið að vinna við það sem mér finnst skemmti­legt. En þetta brúna á borðinu á milli bók­anna minna er öll drull­an, erfiðleik­arn­ir og sárs­auk­inn sem það útheimt­ir. Ég dey frek­ar en að standa mig ekki, þannig er það með mig,“ seg­ir hún þar sem hún sit­ur við borð í stof­unni heima þar sem þær hvíla all­ar bæk­urn­ar henn­ar.

„Það eiga ekki all­ir lífið sitt svona, að geta lagt það á borð. Ég elska bæk­ur líka sem fyr­ir­bæri, af því þær eru svo hóg­vær­ar, þær eru ekki að öskra eins og arki­tekt­úr, en það þarf að minna á þær, og maður verður að standa með hug­sjón sinni. Ég elska bæk­ur og ég skrifa um það sem brenn­ur á mér að upp­lýsa og gera heim­inn betri. Það kem­ur ekki til mála að lypp­ast niður.“

Þór­unn seg­ir þá vera ör­laga­valda látna vini henn­ar hjá Sögu­fé­lag­inu, Björn Þor­steins­son og Ein­ar Lax­ness. „Allt byrjaði þetta á því að Björn bað mig um að skrifa sögu Jarðrækt­ar­fé­lags Reykja­vík­ur. Ég horfði á hann undr­un­ar­aug­um og hugsaði hvort hann elskaði mig ekki, hvort hann ætlaði virki­lega með mig ofan í hund­leiðin­lega jörðina. En ég dreif mig í að skrifa Cand. mag.-rit­gerð um þetta fé­lag, sem var heil­mik­il vinna en líka hug­ljóm­un, því allt er skemmti­legt þegar maður kaf­ar ofan í það með réttu hug­ar­fari. Ein­ar Lax­ness, for­seti Sögu­fé­lags, sá að rit­verkið passaði í ritröð fé­lags­ins og ég bætti í rit­gerðina mína og úr varð fyrsta bók­in mín, Sveit­in við Sund­in, um bú­skap í Reykja­vík frá 1870 til 1950. Sú bók er í raun hvers­dags­saga, sem er miklu skemmti­legra en að nálg­ast sög­una í gegn­um póli­tík og karla.“

Megas var til í slag­inn

Eft­ir út­komu fyrstu bók­ar­inn­ar var leitað til Þór­unn­ar með að skrifa ævi­sögu gam­als bónda í Reykja­vík, sögu Ein­ars Ólafs­son­ar í Lækj­ar­hvammi. Hún tók verkið að sér og afrakst­ur­inn var önn­ur bók henn­ar, Af Halamiðum á Haga­torg.

„Við þá vinnu komst ég í tölvu í Bænda­höll­inni og meðan ég sat þar kom til mín ann­ar dá­sam­leg­ur gam­all bóndi, Sig­urður Lín­dal frá Lækj­ar­móti í Húna­vatns­sýslu, og spurði hvort ég vildi ekki skrifa um for­föður hans, Snorra á Húsa­felli. Ég sagði já, og þegar ég var búin að því og hafði fengið til­nefn­ingu til ís­lensku bók­mennta­verðlaun­anna fyr­ir þessa þriðju bók mína, Snorra á Húsa­felli, þá sagði Eggert maður­inn minn við mig eldsnemma einn morg­un­inn: „Æ, viltu ekki skrifa sögu Megas­ar?“ Ég hitti Megas á götu þann sama dag og hann var til í slag­inn. Úr varð fjórða bók­in mín, Sól í Norður­mýri, sem við Megas skrifuðum sam­an.“

Kon­ur verða að standa sam­an

„Ég áttaði mig á því þarna, fjög­urra bóka kerl­ing sem ég var orðin, að kannski gæti verið að ég væri rit­höf­und­ur. Ég hafði fengið verðlaun fyr­ir rit­gerð í barna­skóla og kenn­ar­ar í mennta­skóla höfðu hvatt mig til að skrifa, svo ég vissi al­veg að ég gæti þetta. En þessi voðal­ega blíða sem kem­ur með estrógeninu ger­ir mann lin­an í að trúa á sjálf­an sig. Það að vera blíð þýðir samt ekki að und­ir blundi ekki kraft­ur, enda hafa ís­lensk­ar kerl­ing­ar gert ótrú­lega hluti og af­rekað. Við kon­ur verðum að standa með kon­um, en við byrj­um ekki fyrr en eft­ir fimm­tugt þegar við erum laus­ar við eggja­bakk­ana að slaka á í sam­keppni við aðrar kon­ur og för­um að styðja og elska hver aðra,“ seg­ir Þór­unn og bæt­ir við að und­ir niðri sé trukk­ur í henni. „Þegar egg­in fóru og estrógenið hvarf úr mér kom meiri gribba í mig og nú þoli ég bet­ur illsku heims­ins.“

Ég hélt við yrðum drep­in

Þór­unn seg­ist ekki vilja gera upp á milli bók­anna sinna en að skrifa marg­ar þeirra hafi verið mjög mennt­andi fyr­ir hana.

„Til dæm­is stóra verkið mitt, bók­in um Matth­ías Jochumsson, Upp á Sig­ur­hæðir, ég lærði við þá vinnu allt um þenn­an upp­reisn­ar­gjarna mann sem dró inn í landið nýja guðfræði sem tók bók­staf­inn úr sam­bandi og varð til þess að við gát­um hangið í Guði. Og þegar ég vann að bók­inni minni um kristni á Íslandi komst ég inn í hug­mynda­sög­una í kristn­inni.

Hún er líka mjög eft­ir­minni­leg ástar­sag­an Dag­ur kvenn­anna, sem ég skrifaði með Megasi. Ég hélt við yrðum drep­in fyr­ir að gera grín að hinum helga Kvenna­degi. En við lifðum af og feng­um rauðu fjöðrina fyr­ir hana, verðlaun fyr­ir besta klámið.“

Þór­unn seg­ir skáld­skap­argyðjunni og sagn­fræðigyðjunni líða vel sam­an í hausn­um á henni núna.

„En þær voru í stríði, af því að úti í sam­fé­lag­inu þykir fínna að vera skáld en sagn­fræðing­ur.“

Núna er Þór­unn að vinna að bók um Skúla fógeta, sem er stórt og mikið verk, og hún er á leið til Kaup­manna­hafn­ar í Jóns­hús þar sem hún ætl­ar að sinna því. „Ég vil verða heiðurs­doktor áður en ég drepst úr elli eða krabba­meini,“ seg­ir hún að lok­um og hlær, en mein­ar það.

Dag­skrá um rit­höf­und­ar­fer­il Þór­unn verður í Hann­es­ar­holti 15. októ­ber klukk­an 15

Morgunblaðið 27. ágúst 2016

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30