A A A
21.02.2017 - 21:21 | Vestfirska forlagiđ,timarit.is,Björn Ingi Bjarnason

Eftirmćli: - Rögnvaldur Ólafsson

Rögnvaldur Ólafsson (1874 - 1917).
Rögnvaldur Ólafsson (1874 - 1917).
« 1 af 4 »

Rögnvaldur Ólafsson húsameistari andaðist á heilsuhælinu á Vífilsstöðum 14. þ. m. (14. febrúar 1917).

Hafði hann lengi átt í stríði við berklaveikina og var stundum sem honum batnaði nokkuð um hríð, en aldrei stóð sá bati til lengdar, og nú varð þessi veiki honum að bana. Hann var á besta aldri, 42 ára gamall, fæddur 5. des. 1874, ættaður af Vesturlandi.

Foreldrar hans, Ólafur Sacharíasson og Veróníka Jónsdóttir, bjuggu á Ytrihúsum i Dýrafiriði. Móðurafi Rögnvalds, Jón Eyjólfsson, var lengi prestur á Hornströndum, dáinn 1869, en móðir sjera Jóns Eyjólfssonar var Guðrún dóttir sjera Jóns Þorlákssonar skálds á Bægisá og Margrjetar Bogadóttur í Hrappsey. Er faðir Rögnvalds dáinn fyrir mörgum árum, en móðir hans enn á lífi, hjá Jóni syni sínum, trjesmrð á Isafirði.

Rögnvaldur kom í latínuskólann 1894 og útskrifaðist þaðan með ágætiseinkunn 1900; var þó tvo síSustu veturna utan skóla. Fór svo á prestaskólann og tók þar heimspekispróf 1901. En að því loknu fjekk hann styrk af landsfje til að fara til Kaupmannahafnar og stunda þar húsgerðalist, og var hann við það nám i 3 ár, en varð að hætta því vegna berklasýkinnar, er þá lagöist á hann.

Kom hann heim hingað 1904, og tveim árum síðar fjekk hann styrk, er alþingi veitti handa byggingarfróðum manni til þess að hafa umsjón með gerið opinberra bygginga, svo sem kirkna og skólahúsa, og hefur þetta veriS starf Rögnvalds síSan, og hefur hann ráðið smíSi fjölda kirkna í landinu og breytt útliti þeirra og gerð mjög til bóta.

En stærsta verk hans er það, að hann sagftí fyrir um gerð heilsuhælisins á Vífilstöðum og hafði umsjón með byggingu þess. Ljet hann sjer mjög ant um það verk, en svo fór, að eftir a'ð! heilsuhæliS komst upp, varð það lengst um bústaður hans. En auk þess, sem hjer hefur veriiði talið, gerði hann uppdrætti að mörgum húsum einstakra manna hjer í Reykjavík, og án efa einnig víðar á landinu.

Var mikill skaði aS því, a® Rögnvaldur skyldi ekki geta notiS sín til fulls vegna hins langvinna sjúkdóms, því hann var gáfumaður og haf'ð'i mikinn áhuga á starfi sínu. Hann var dagfarsgóður maður og vinsæll, Og kjark og þrek sýndi hann í baráttunni við sjúkdóminn.

 

Blaðið Lögrétta þann 21. febrúar 1917.« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31