25.06.2016 - 10:18 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið
Dýrfirskt handverk á Þingeyri: - Hljóðfærasafn Jóns Sigurðssonar er lítið safn, en þó svo stórt!
Hljóðfærasafn Jóns Sigurðssonar í gamla Verslunarfélagshúsinu á Þingeyri lætur ekki mikið yfir sér. Þegar inn í það er komið sést handverk og vinna heimamanns sem menn sjá ekki á hverju strái.
Að venjulegur maður á Þingeyri, sprottinn upp úr dýrfirskum jarðvegi, skuli stunda hljóðfærasmíði af öllum iðngreinum, er bara með ólíkindum!
Myndirnar hans Björns Inga Bjarnasonar, sem hér fylgja, segja meira en mörg orð.