A A A
  • 1953 - Ţorbjörn Pétursson
  • 2000 - Ţorleifur Jóhannesson
23.11.2014 - 21:23 | Hallgrímur Sveinsson,BIB

Dýrfirski vörubíllinn Dúi vćntanlegur á Evrópufrímerki

Auglýsing frá leikfangasmiđjunni Öldunni sem birtist í tímaritinu Ćskunni 1988.
Auglýsing frá leikfangasmiđjunni Öldunni sem birtist í tímaritinu Ćskunni 1988.

Í nýjasta Frímerkjablaðinu frá Íslandspósti segir svo:

 

ÚTGÁFURNAR 30. APRÍL. Evrópufrímerkin 2015. Gömul leikföng

Samkvæmt ákvörðun PostEurop, sambands opinberra póstrekenda í Evrópu, eru gömul leikföng sameiginlegt þema Evrópufrímerkjanna árið 2015. Leikföngin á frímerkjunum eru tréönd frá Leikfangagerð Akureyrar og dýrfirsku Dúa bílarnir.

 

   Upphaf Dúa bíl­anna er rakið til ársins 1985 þegar nokkrir frumkvöðlar úr Dýrafirði stofnuðu Leikfangasmiðjuna  Ölduna. Markmið þeirra var að framleiða leikföng úr timbri.  Leikfangasmiðjan framleiddi alls kyns vinsæl leikföng, meðal annars Dúa bílana sem voru framleiddir í þremur gerðum. Þeir drógu nafn sitt af því að í þeim var fjöðrun og þeir dúuðu. Þeir voru aðalframleiðsluvara Öldunnar og urðu afar vinsælir enda stórir og myndarlegir og þá var auðvelt að draga á eftir sér t.d. með sandhlass á pallin­um. Rauði kross Íslands var um árabil einn af umboðsaðilum Leikfangasmiðjunnar og varði ágóða af sölunni til reksturs húss Rauða krossins í Tjarnargötu í Reykjavík en þar var athvarf og hjálparstöð fyrir börn og unglinga sem höfðu lent í erfiðleikum.
Dúa bílinn má m.a. skoða hjá Byggðasafni Hafnarfjarðar sem er minja og ljósmyndasafn Hafnarfjarðarbæjar.
   Verðgildi frímerkjanna er 50g til Evrópu (180 kr.) og 50g utan Evrópu (240 kr.). 

Borgar Hjörleifur Árnason hannaði frímerkin.

« Apríl »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30