A A A
  • 1927 - Rannveig Guðjónsdóttir
  • 1970 - RAIVO SILDOJA
06.07.2015 - 21:19 | bb.is,BIB

Dýrðlegir Dýrafjarðardagar

Keppt var í strandblaki á Dýrafjarðardögum. Ljósm.: Páll S. Önundarson.
Keppt var í strandblaki á Dýrafjarðardögum. Ljósm.: Páll S. Önundarson.

Fjölmenni sótti Dýrafjarðardaga heim um helgina en hátíðin fór fram í blíðskaparveðri.
Sigríður Hlín Jónsdóttir setti hátíðina að Gili í Dýrafirði en þar lásu einnig systurnar Kristín og Valgerður Oddsdætur upp úr nýútkominni bók sinni „Já, elskan mín“ sem inniheldur ljóð og vísur eftir föður þeirra, Odd Jónsson frá Gili. Gestum var síðan boðið upp á plokkfisk áður en haldið var til Þingeyrar þar sem fjölbreytt skemmtun var í boði.

Heimildarmyndin „Dýrafjörður“ eftir hjónin Philip Carrel og Loralee Grace var sýnd.

Þá var haldið stigamót BLÍ í strandblaki á strandblaksvellinum við sundlaugina á Þingeyri. 


„Súpa í garði“ á vegum sælkera í Aðalstræti vakti mikla lukku gesta á laugardeginum. Sölubásar voru í sláturhúsinu, grillveisla á Víkingasvæðinu, kassabílarallý við frystihúsplanið.

Á sunnudeginum var boðið upp á morgungöngu upp á Mýrarfell í leiðsögn Sæmundar Þorvaldssonar frá Lyngholti. Dýrafjarðardögum lauk síðan með tónleikum Hjalta og Láru í Krikjunni. 

 

Og fleira og fleira var í boði á Dýrafjarðardögum 2015.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31