A A A
  • 1981 - Berglind Hrönn Hlynsdóttir
27.04.2016 - 11:16 | Vestfirska forlagiğ,Morgunblağiğ

Dırafjarğargöng á Vestfjörğum eru næst í röğinni

• Farið í alþjóðlegt forval • Framkvæmdir gætu hafist eftir mitt næsta ár

Unnið er að rafmagnshönnun Dýrafjarðarganga, sem er síðasti hluti hönnunar mannvirkisins, og undirbúningur hafinn fyrir útboð framkvæmdarinnar. Farið verður í alþjóðlegt forval á næstu vikum en jafnframt er ljóst að ekki verða gerðir skuldbindandi samningar við verktaka fyrr en gert hefur verið ráð fyrir fjármagni á samgönguáætlun og fjárlögum næsta árs.

Vestfirðingar eru viðkvæmir fyrir umræðu um hugsanlegan drátt á framkvæmdum við Dýrafjarðargöng, eins og kom í ljós í kjölfar greinar Ásmundar Einars Daðasonar, alþingismanns í Norðvesturkjördæmi. Ástæðan er vitanlega sú að gerð ganganna og tengdar framkvæmdir kosta mikið og þótt Dýrafjarðargöng hafi áður verið komin á samgönguáætlun og forgangsröð jarðganga hefur þeim jafnoft verið ýtt afturfyrir. Nú hefur verið unnið að undirbúningi ganganna samkvæmt áætlunum stjórnvalda, þau eiga að verða næstu göng á eftir Norðfjarðargöngum, og því fer að hilla undir framkvæmdir.

 

Fiskeldi og ferðaþjónusta

„Við höfum ekki áhyggjur, við höfum verið fullvissuð um að nú sé komið að þessu,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar og formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga. Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri þess, telur að almenn samstaða sé um verkefnið og hann segist ekki sjá hvaða stórframkvæmd aðra yrði hægt að taka fram fyrir nú. Það eina sem gæti komið í veg fyrir göngin væri ákvörðun um að hætta jarðgangaframkvæmdum hér á landi.

Dýrafjarðargöng liggja í gegnum Hrafnseyrarheiði og tengja saman Dýrafjörð og Arnarfjörð, og í stærra samhengi byggðirnar á norðanverðum og sunnanverðum Vestfjörðum. Vegurinn um Hrafnseyrarheiði er gamall niðurgrafinn vegur sem liggur í miklum bratta á köflum og er ófær allan veturinn vegna snjóa og snjóflóðahættu.

Rökin fyrir göngunum hafa löngum verið þau að tengja byggðirnar á Vestfjörðum saman. Við fyrri rök hefur bæst að fiskeldisfyrirtæki hafa verið að byggja sig upp og teygja mörg þeirra sig yfir bæði svæðin. Þá hefur ferðaþjónustan verið að sækja í sig veðrið á Vestfjörðum og hún kallar á betri vegi.

Sem dæmi um hagsmunina sem eru í húfi má nefna að leiðin á milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar verður 146 km allt árið þegar göngin koma en er nú yfir 600 km á vetrum. „Við trúum því að göngin muni snúa byggðaþróuninni við,“ segir Aðalsteinn.

Áætlað er að göngin kosti 9,2 milljarða króna. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að það sé um það bil þriggja ára verk að grafa þau. Samkvæmt drögum að samgönguáætlun, sem ekki hafa verið afgreidd á Alþingi, er reiknað með 1,5 milljarða króna fjárveitingu á næsta ári. Hreinn segir að það dugi fyrir tæplega hálfs árs framkvæmdum. sem þýði að framkvæmdir ættu að geta hafist eftir mitt ár 2017 og þeim gæti lokið á árinu 2020.

 

Fyrirvari um fjármögnun

Í yfirlýsingu frá innanríkisráðuneytinu kemur fram að gert sé ráð fyrir framlagi til verkefnisins á næstu árum, samkvæmt ríkisfjármálaáætlun sem ekki hefur verið birt. Allar fjárhagslegar forsendur framkvæmda hvíla því á ósamþykktum áætlunum. Hreinn segir ekki hægt að ganga frá samningum um gerð ganganna fyrr en fjárlög og samgönguáætlun hafi hlotið samþykki Alþingis.

Hann segir þó unnið að alþjóðlegu forvali til að leita eftir áhugasömum verktökum. Útboð geti farið fram í kjölfarið. Innanríkisráðuneytið miðar við að það verði gert síðar á þessu ári. Hreinn segir að það verði gert með fyrirvara um fjármögnun.

Ekki er nóg að grafa göngin. Leggja þarf veg suður Dynjandisheiði til að göngin komi að fullum notum. Það er 32 km vegur sem áætlað er að kosti 4,5 milljarða króna. Gert er ráð fyrir byrjunarframlögum til hans á næstu tveimur árum. Loks þarf tengingu niður á Bíldudal, en þangað liggur gamall vegur í erfiðu vegstæði. Það er einnig nauðsynleg framkvæmd til að fólkið nái almennilega saman.

« Apríl »
S M Ş M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30