Dýrafjarðargöng 2016
Þingmenn Framsóknarflokksins, Ásmundur Einar Daðason og Jóhanna María Sigmundsdóttir héldu í síðustu viku opinn stjórnmálafund á Ísafirði og Þingeyri.
Fram kom á fundunum að þau töldu að Dýrafjarðargöng yrðu boðin út nú í haust. Ásmundur Einar kvaðst myndu skrifa innanríkisráð- herra Ólöfu Nordal og krefja hana svara um það hvort myndi ekki ganga eftir.
Að sögn Marzellíusar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ var einnig rætt á fundunum um nýjan búvörusamning og af hálfu bænda var varað við því að kvótakerfið í mjólkurframleiðslu yrði afnumið án þess að þeir sem keypt hefðu mjólkurkvóta gætu staðið undir sínum skuldbindingum.
Þá bar einnig hátt, að sögn Marzellíusar umræða um fyrirhugaða Hvalárvirkjun og tengipunkt í Djúpinu.
Að lokum nefndi Marzellíus að áhyggjur hefðu komið fram um bága stöðu Þingeyrarflugvallar og væntanleg flugvélaskipti hjá Flugfélagi Íslands.