A A A
  • 1922 - Gunnlaugur Sigurjónsson
  • 1974 - Þorleifur Kristján Sigurvinsson
  • 1980 - Var Jhon Lennon myrtur í New York
« 1 af 2 »

Þingeyrarvefurinn sendi Innanaríkisráðuneytinu fyrirspurn um stöðu Dýrafjarðarganga í kerfinu í dag fyrir rúmum mánuði. Spurt var:

Hver er staða málsins?

Er búið að fjármagna verkið?

Og er búið að fjármagna gerð heilsársvegar yfir Dynjandisheiði?

Svar ráðuneytisins barst fyrir nokkrum dögum eins og komið hefur fram hér á Þingeyrarvefnum. Það hljóðar svo:

  1. Til undirbúnings og útboðs eru ætlaðar 100 m.kr. í Dýrafjarðargöng á þessu ári og samkvæmt tillögu að samgönguáætlun fyrir 2015-2018, sem lögð var fyrir Alþingi 27.05.2015, en var þó ekki afgreidd, var 1.500 m.kr. ætlaðar til verksins árið 2017 og 3.000 m.kr. árið 2018.
  1. Reiknað er með að forval fari fram um mitt þetta ár og útboð síðla þessa árs.

Dynjandisheiði var ekki nefnd í svari ráðuneytisins. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem undirritaður sér beinharðar tölur um Dýrafjarðargöng. 

Eins og fram kemur í svarinu er Alþingi ekki enn búið að samþykkja samgönguáætlun fyrir árin 1915-1918. Þetta kemur svo sem ekki á óvart. Löggjafarsamkoma okkar lætur ekki að sér hæða. Sagan segir okkur að Jón Sigurðsson hafi verið potturinn og pannan í störfum Alþingis eftir að það var endurreist 1845. Skoðanir hans og framsýn forysta mótuðu þingið fyrstu áratugina. Hvernig ætli honum litist nú á stöðu mála þar innan stokks í dag ef hann mætti mæla?

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31