A A A
30.06.2016 - 06:27 | Vestfirska forlagið,Dýrafjarðardagar,bb.is

Dýrafjarðardagar um helgina - (á helginni)

Frá liðnum Dýrafjarðardögum. Grillveislan á Víkingasvæðinu er vinsæl.
Frá liðnum Dýrafjarðardögum. Grillveislan á Víkingasvæðinu er vinsæl.
« 1 af 2 »
Hin árlega gleði- og bæjarhátíð Dýrafjarðardagar verður haldin um helgi komandi, dagana 1.-3.júlí. Fjölmargt verður í boði fyrir gesti og gangandi líkt og undanfarin ár.

Börnin geta farið í hoppikastala, farið á hestbak og fengið andlitsmálningu og á laugardeginum keppt í dorgveiðikeppni. Fjölskyldan getur átt góðar samverustundir við að skoða sölumarkaðinn sem verður í salnum við hlið Hljóðfærasafnsins, farið á sirkussýningu í íþróttahúsinu, tekið þátt í fjölskylduratleik og hinni árlegu grillveislu á Víkingasvæðinu, að ógleymdri hádegis-súpu á laugardeginum, en í ár eru það sælkerar Brekkugötunnar sem spreyta sig. Hinir fullorðnu geta svo skellt sér á ball í Félagsheimilinu á laugardagskvöldið þar sem Valli Diskó sér um að halda uppi fjörinu fram á nótt. 


Morgungöngur verða á Sandafell á laugardeginum og Mýrarfell á sunnudeginum, keppt verður í strandblaki, Vilborg Davíðsdóttir verður með fyrirlestra og Raymond Rafn Cartwright verður með myndlistarsýningu í Grunnskólanum. 

Nálgast má dagskrá hátíðarinnar í heild sinni inn á Fésbókarsíðu hennar. Aðgangsarmbönd verða til sölu í handverksbúðinni Koltru. 
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30