Dýrafjarðardagar 2013
Undirbúningsnefnd Dýrafjarðardaga 2013 er að leggja lokahönd á dagskrá hátíðarinnar, sem að þessu sinni er haldin í 12. skiptið með þeim hætti sem hún er haldin í dag. Fjöldi spennandi dagskráliða verða á boðstólum. Meðal þess sem er á dagskrá er dagskrá um Kristínu Dahlstedt á Hótel Sandafelli laugardaginn 6. júlí. Kl. 14-15:30. Sett verða upp tvö sýningarspjöld um Kristínu og Magnús Hjaltason og veitingarekstur hennar. Erindi flytja: Reynir Ingibjartsson, Auður Styrkársdóttir og Valdimar Gíslason á Mýrum. Að loknu kaffi verður farið í hópferð sem Valdimar leiðir. Menningarráð Vestjarða styrkir viðburðinn.
Súpa í garði verður á Hrunastíg og Hliðargötu. Vonum við að sem flestir við þær götur geti verið með í súpufjöri í hádeginu laugardaginn 6. júlí. Einnig viljum við minna rallý krakka á leik-, og grunnskólaaldri á kassabílarallýið.
Þeir sem vilja koma einhverju á framfæri varðandi dagskráliði í dagskránna geta sett sig í samband við Ernu, netfangið: ernaho@isafjordur.is eða Dýrleif, netfangið: dyrleifhanna@gmail.com . Sjálfboðaliðar geta einnig haft samband sem og þeir sem vilja taka frá bás í sölutjaldi.