A A A
15.07.2009 - 10:04 | JÓH

Dynjandisheiði 50 ára

Myndin er fengin að láni frá Facebook síðu Dynjandisheiðarinnar. Mynd: holt
Myndin er fengin að láni frá Facebook síðu Dynjandisheiðarinnar. Mynd: holt
Í ár eru 50 ár liðin síðan vegur um Dynjandisheiði var lagður og vegasamband komst á milli byggðarlaga á Vestfjörðum, og frá Ísafirði til Reykjavíkur. Af þessu tilefni er boðið til hátíðar á heiðinni fimmtudaginn 16. júlí kl. 19 (rétt hjá sýslumörkunum). Dagskrá hátíðarinnar er vönduð og fjölbreytt en Kristján Möller samgönguráðherra mun meðal annars flytja ávarp.

 

Að sögn Sigmundar Þórðarsonar, sem er annar talsmaður hátíðarinnar, er ætlunin að fagna þessari stórhugaframkvæmd en jafnframt minna á að vegurinn yfir heiðina er barn síns tíma. Hann er nákvæmlega eins og hann var fyrir 50 árum síðan og á frekari framförum er þörf. Úrbæturnar felist í heilsárssamgöngum - vegi sem er opinn allt árið um kring.

Að hátíðinni standa íbúar á Vestfjörðum með stuðningi eftirfarandi sveitafélaga, samtaka og stofnana; Ísafjarðarbæ, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppi, Bolungavíkurkaupstað, Vegagerð ríkisins, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og Fjórðungssambandi Vestfirðinga.

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30