A A A
  • 2010 - Alexandra Lķf Bjarnadóttir
14.09.2017 - 06:50 | Vestfirska forlagiš,Hallgrķmur Sveinsson,Fréttablašiš,Björn Ingi Bjarnason

Dugandi umhyggja ķ 91 įr

Sķšur sjó- stakkur og sjó- hattur voru lengi vinnuklęšnašur ķslenskra sjómanna.
Sķšur sjó- stakkur og sjó- hattur voru lengi vinnuklęšnašur ķslenskra sjómanna.
« 1 af 3 »

Fyrir áræðni sjómannsins Hans Kristjánssonar frá Suðureyri við Súgandafjörð fengu íslenskir sjó- menn loks dugandi sjóklæðnað á 3. áratug síðustu aldar. Framtak Hans markaði upphaf 66°N.

Hans fór ungur til sjós og skynjaði að íslenskir sjómenn þyrftu dugandi sjóklæði í glímu sinni við óblíð náttúruöflin. Meðfram sjó- mennskunni fetaði hann sig áfram við gerð sjófatnaðar og árið 1924 hlaut Hans styrk frá Fiskifélagi Íslands til að nema sjóklæðagerð í Noregi. Tveimur árum síðar stofnaði Hans Sjóklæðagerð Íslands í bakhúsi við Laugaveg 42, þar sem hann framleiddi sterkan og endingargóðan sjófatnað sem var að öllu leyti samkeppnisfær við innfluttan sjófatnað þess tíma. Á þeim tíma klæddust flestir sjómenn skósíðum sjóstökkum og báru sjóhatta. Við framleiðslu sjóhatta og sjóstakka notaði Hans í fyrstu olíuborna og þurrkaða dúka sem unnir voru í Skotlandi, en fljótlega var farið að olíubera dúkana hér heima. Léttari og meðfærilegri pólývínýl-efni, sem enn eru notuð í regnfatnað, komu til sögunnar eftir síðari heimsstyrjöld og gjörbyltu framleiðslu sjófatnaðar.

Árið 1929 stofnaði Hans hlutafélag um starfsemina. Gríðarleg breyting varð á framleiðslu fyrirtækisins 1958 þegar fyrirtækið keypti hátíðnisuðuvél sem bræddi saman sauma á pvc-húðuðum efnum. Útflutningur á vörum fyrirtækisins hófst 1984 og í lok níunda áratugarins hóf 66°N framleiðslu á flotvinnugöllum, sem kröfuharðir sjómenn kunnu vel að meta. Frá 1970 og næstu áratugi runnu mörg umsvifamestu fyrirtæki í fataiðnaði á Íslandi inn í fyrirtækið, eins og Belgjagerðin, Verksmiðjan Max og Vinnufatagerð Íslands.

Nafnið 66°N kom til sögunnar löngu síðar og á rætur að rekja til þess að Súgandafjörður stendur rétt sunnan við heimskautsbaug, á breiddargráðu 66°N. Sjóklæðagerðin 66°N hefur frá upphafi verið brautryðjandi í framleiðslu sjóvinnufatnaðar og þjónað þörfum sjávarútvegsins, aukið öryggi íslenskra sjómanna og gert þeim vistina á hafinu bærilegri. Hinn klassíski sjóstakkur, stíg vélasíður og stór um sig, með sjóhatt í stíl, hélt velli fram undir lok fimmta áratugarins en arftakar hans, sjóbuxurnar, anórakkarnir og jakkarnir eru enn í notkun, dag og nótt, á fiskimiðunum.

 

Fréttablaðið 13. september 2017.


« Janśar »
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör