A A A
  • 1951 - Friđfinnur S Sigurđsson
  • 1973 - Atli Már Jóhannesson
  • 1976 - Kristján Rafn Guđmundsson
  • 1979 - Jón Ţorsteinn Sigurđsson
  • 1988 - Arnţór Ingi Hlynsson
18.06.2017 - 10:58 | Björn Ingi Bjarnason,Morgunblađiđ,Vestfirska forlagiđ

Dóra Laufey Sigurđardóttir - Fćdd 16. des. 1928 - Dáin 1. júní 2017 - Minning

Dóra Laufey Sigurđardóttir (1928 - 2017).
Dóra Laufey Sigurđardóttir (1928 - 2017).
Dóra Lauf­ey Sig­urðardótt­ir fædd­ist 16. des. 1928 að Hvoli í Saur­bæ. Hún lést 1. júní 2017.

For­eldr­ar henn­ar voru sr. Sig­urður Zóph­on­ías Gísla­son, prest­ur Staðar­hólsþinga í Dala­sýslu en síðan í Sanda­prestakalli í Dýraf­irði, f. 15. júlí 1900, d. 1. jan. 1943, og Guðrún Jóns­dótt­ir, f. 5. jan. 1904, d. 9. sept. 1963.

Systkini henn­ar:
Ólöf hús­mæðra­kenn­ari, f. 25.11. 1927, d. 4.8. 1995, Jón, f. 14.3. 1932, hljómlist­armaður, d. 30.4. 2007, Ásgeir, f. 11.11. 1933, tónl.skóla­stj., Jón­as Gísli, f. 22.5. 1935, sím­virki, Gunn­ar, f. 25.1. 1939, end­ur­skoðandi.

Maki 1) (28.8. 1954) Hörður Krist­ins­son loft­skeytamaður, f. 27.8. 1929 í Hafnar­f­irði, fórst með tog­ar­an­um Júlí 8.2. 1959.

Maki 2) Giss­ur V. Kristjáns­son hdl. Þau skildu.

Syn­ir henn­ar; Krist­inn Harðar­son, f. 28.5. 1954, verk­fræðing­ur, og Sig­urður Harðar­son, f. 26.9. 1957, iðnverkamaður. Maki Ólöf Erl­ings­dótt­ir, f. 26.6. 1956, þau skildu.

Dótt­ir þeirra Ingi­björg Sig­urðardótt­ir graf­ísk­ur hönnuður, f. 12.12. 1985. Maki Vign­ir Sig­urðsson, f. 3.12. 1985, lækn­ir. Börn þeirra Sig­urður Elí Vign­is­son, f. 12.5. 2011, og Ronja Vign­is­dótt­ir, f. 11.8. 2013.

Dóra Lauf­ey ólst upp á Þing­eyri við Dýra­fjörð fram á ung­lings­ald­ur þar til hún flutti til Reykja­vík­ur. Hún lauk gagn­fræðaprófi við Gagn­fræðaskóla Vest­ur­bæj­ar og stundaði síðar nám við Hús­mæðraskól­ann á Staðar­felli. Hún hóf ung störf á Landsím­an­um í Reykja­vík þar til hún hóf bú­skap með manni sín­um í Hafnar­f­irði. Sem ung ekkja og ein­stæð móðir hóf hún störf fyrst á Bæj­ar­skrif­stofu Hafn­ar­fjarðar og síðar hjá Pósti og síma í Hafnar­f­irði þar sem hún starfaði óslitið til 1998 þegar hún fór á eft­ir­laun.

Útför Dóru Lauf­eyj­ar Sig­urðardótt­ur fór fram frá Frí­kirkj­unni í Hafnar­f­irði 12. júní 2017.

_____________________________________________________________________________

Minningarorð Hjartar Þórarinssonar 

 

Faðir Dóru Lauf­eyj­ar, séra Sig­urður Z. Gísla­son, hóf vígsluræðu sína hinn 24. nóv 1927 á eft­ir­far­andi orðum:

„Ástríki frels­ari vor, Drott­inn Jesús Krist­ur. Lofaður sértu og veg­samaður fyr­ir kær­leika þinn og að þú manst stöðugt til vor, sérð þarf­ir vor­ar og kem­ur til vor til þess að hjálpa oss...“ Þessi fyr­ir­bæn föður henn­ar mun ekki hafa verið sú eina sem fylgdi börn­um hans og hef­ur hjálpað þeim á ör­laga­stund­um þeirra.

Við kveðju­stund elsku­legrar mág­konu rík­ir söknuður og mik­il þökk fyr­ir liðnar sam­veru­stund­ir um langa ævi.

Þær syst­ur, Ólöf mín, sem lést 1995 og Dóra voru mjög sam­rýnd­ar og milli þeirra ríkti ávallt náið trúnaðarsam­band. Milli þeirra og yngri bræðranna fjög­urra var ætíð mik­il vinátta sem var mik­ill styrk­ur. Ótíma­bært frá­fall föður þeirra átti ör­ugg­lega sinn þátt í því að þjappa þeim systkin­um og móður þeirra vel sam­an. Dóra, sem var næ­stelst, var nýorðin 14 ára þegar séra Sig­urður lést í snjóflóði þar sem hann var einn á ferð á ný­árs­dag 1943 á leið að Hrauni í Keldu­dal til messu­halds. Eng­in áfalla­hjálp var til staðar við það mikla áfall í fjöl­skyld­unni og mun skort­ur á nauðsyn­legri umræðu hafa markað djúpt ör í til­finn­inga­líf systkin­anna. En fjöl­skyld­an vann ein­huga sam­an og mestu brot­sjó­um ör­lag­anna var bægt frá.

En margt breytt­ist í lífi Dóru við frá­fall föður­ins. Fyr­ir­huguð ferð systr­anna beggja um vorið til inn­töku­prófs við Mennta­skól­ann á Ak­ur­eyri var sleg­in af en faðir þeirra var bú­inn að und­ir­búa þær und­ir prófið í Ung­linga­skól­an­um sem hann hafði veitt for­stöðu í mörg ár á Þing­eyri. Ekkj­an og börn­in öll fluttu til Reykja­vík­ur síðar um árið. Dóra lauk skóla­göngu í Reykja­vík og á Hús­mæðraskól­an­um á Staðar­felli þar sem Ólöf mín var skóla­stjóri.

Önnur holskefla ör­laga féll yfir þegar Hörður, fyrri eig­inmaður Dóru, fórst svip­lega með tog­ar­an­um Júlí 8. febr. 1959. Þá kom enn á ný í ljós hversu sam­rýnd­ar syst­urn­ar og fjöl­skyld­an öll var. Við Ólöf flutt­um þá tíma­bundið til Dóru til Hafn­ar­fjarðar og þar náðu syst­urn­ar að vera sam­an einn vet­ur. Það var aðdá­un­ar­vert að fylgj­ast með því hvernig Dóra náði að tak­ast á við þetta áfall og byggja upp kjark sinn og framtíðarstarf ásamt því að vinna að upp­eldi tveggja sona sinna af mik­illi kost­gæfni. Sam­fé­lagið veitti henni bæði fjár­hags­leg­an og and­leg­an styrk sem var al­veg ómet­an­leg­ur.

Dóra gift­ist síðar Giss­uri Kristjáns­syni. Það var alla tíð mjög nota­legt að koma á heim­ili þeirra. Þar ríkti rausn og góð sam­vera og þar átt­um við Ólöf marg­ar ánægju­leg­ar stund­ir.

Þolgæði í veik­ind­um og áföll­um á lífs­hlaup­inu var styrk­ur Dóru alla tíð. Eft­ir lang­vinn veik­indi er það hugg­un ást­vina henn­ar að: „Ástríki frels­ari vor kem­ur til vor til þess að hjálpa oss.“ Megi hún njóta fagn­andi komu til nýrra heim­kynna.

 

Blessuð sé minn­ing Dóru og send­um við Bryn­dís, Sigrún og fjöl­skylda inni­leg­ar samúðarkveðjur til Krist­ins, Sig­urðar, Ingi­bjarg­ar og barna­barn­anna.

 

 

Hjört­ur Þór­ar­ins­son.
 
Morgunblaðið 17. júní 2017.
 
 
 
« Maí »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31